Góðan daginn ofurhugar!

Þannig er mál með vexti að ég er að keyra server (512kb nettenging) heima hjá mér með Win2k og nota hann bara sem router og alles. Það er hann úthlutar öllum hinum tölvunum (4) ip-adressum, dns og þannig.
Vandamálið er samt að ég get gert allt á netinu nema sent póst! ég get opnað póst og allt það en bara ekki sent póst, ég hef bara prufað þetta á hotmail.com og postur.simnet.is en þetta bara einfaldlega virkar ekki hjá mér ;(

Ég veit ekki hvað service-pack er hjá mér samt, þetta er á einhverri pentium II 2-300mhz.

Getur einhver sagt mér hvað er að eða hvað ég get gert til að laga þetta, jafn vel bent mér á einhver forrit sem ég ætti frekar að nota en win2k.

Takk kærlega fyrir