Ég sit hérna, kl er 6:11 þegar að ég byrja að skrifa þennan póst.
Það er farið að birta úti og lífið á höfuðborgarsvæðinu fer að vakna á þessum sunnudagsmorgni.

En ég var að pæla um umræðurnar hér á Hugi.is/hl
Mér finnst þær orðið hálf-innantómar og leiðinlegar.
Meir og meir finnst mér líka spurningar sem ættu heima á hjálparkorkunum vera að færast yfir á “aðal” korka svæðið sem er einmitt CS korka svæðið.

Mig langaði bara að spyrja hvort að einhverjir væru sammála mér eða hvort að ég væri bara að rugla :P

En já, mér finnst líka einsog CS samfélagið okkar hér á eyjunni Íslandi hafi þroskast svolítið, þ.e. ekki jafn mikið af flame-i og þannig. Þegar ég meina þroskast þá meina ég heildina, auðvitað eru til alveg heil hrúga af einstaklingum sem að eru ennþá sömu vitleysingarnir og áður en að allt fór að taka breytingum, hér á huga, á ircinu og á serverum.

Allavega.. góðan daginn :)

Adios // Asmodai<br><br><a href="http://www.hamsterdance.org/">Hamstradans :D</a
Alli Asmodai