Jæja nú vil ég endilega gera svolitla könnun á hvað simnet og landssíminn standa sig gífurlega vel með ADSL kerfið hérna á íslandi og CS serverana.

Ég notaði forrit sem heitir WinMTR Ver 0.7 til að framkvæma þetta, forritið er ekki nema 300kb í stærð og því tilvalið fyrir ykkur ef þið nennið að hafa fyrir þessu að ná í það líka og gefa upp hvernig þetta er hjá ykkur eins og ég mun núna gera.

Heima hjá mér á 512ADSL tengingu með vortex sem þjónustuaðila

Ég er með 10 hops (1 hop er fyrir hvern viðkomustað á pakkanum)

Ég er með að meðaltali 2% packet loss á næstum hverjum einasta viðkomustað.

Meðaltals ping til skjalfta15.simnet.is er 140.
Versta ping til skjalfta15.simnet.is er 1533.

Berum þetta svo saman við í vinnunni hjá mér, 1,5 loftlínu.

Ég er með 8 hops þar
meðaltali 1% packet loss á hverjum viðkomustað
Meðaltalsping til skjalfta15.simnet.is er 43
Versta ping til skjalfta15.simnet.is er 770

Ég reyndi að spila CS áðan á simnet, með að meðaltali 4 í loss og 130 í ping , það er ekki hægt. Ég væri betur settur á 56k.

Endilega strákar komið með hvað þið eruð með , hvernig tengingu , í gegnum hvaða þjónustuaðila og endilega þið sem eruð í testinu hjá simnet að gera þetta líka.

Btw uppá kaldhæðnina að gera þá man ég ekki eftir því að þjónustufulltrúi hjá símanum segði við mig að ég fengi 98% ADSL tengingu heimtil mín.