Nú geri ég mér fulla grein fyrir því að cstrike serverar á íslandi eru frí þjónusta við okkur spilarana og vil ég þakka þeim sem gefa tíma sinn í að halda þeim gangandi, EN mig langar samt að leggja fram “kvörtun” þar sem ping á íslenskum serverum telst líklega það lélegasta í heimi… so to speak.
þannig er mál með vexti að ég er að spila mikið í bandaríkjunum þessa dagana og ég er að fá ping frá 80+ á bandarískum serverum… strákarnir í bandarískaliðinu minu spurja hvort þetta sé ekki óþægilegt fyrir mig að spila sona, maður svara því einfaldlega nei. málið er að á íslenskum serverum eru örfáir serverar sem pinga undir 60 og flestir þeirra eru í raun yfir 80. ég tók eftir því að þegar icelan setti upp servera þegar skjálfti var þá var ég með 10-20 ping sem maður mundi búast við á íslandi þar sem maður er ekki beint að ferðast neinar vega lengdir, þessir icelan serverar fóru niður strax og simnet kom aftur upp. að vísu hefur ping á simnet lækkað eitthvað eftir skjálfta veit ekki afhverju en er samt frekar hátt (50+) og á td fortress sem ég var á áðan var ég fastur í 90-110. Margmiðlunar serverarnir eru líkir fortress eða í kringum 70-90 en þeir spike-a breiðast uppí 200+ oft. ég spila ekki mikið á hroll en ég fór og prufaði hann áðan til að geta haft hann með og virðist hann vera á sama plani og símnet (50+). ég veit ég er líklega að kalla yfir mig flame frá server admins fyrir þetta en þetta er alls ekki ílla meint langar bara að fá skemmtilegri servera, er ekki hægt að gera neitt til að fá “icelan ping” sem maður mundi telja allavega eðlilegt ping. Takk fyrir SpitSign a.k.a Gunna