Nú hafa mikil vandræði stigið upp með DoD klanið Muerte. Allt lék í lyndi, þar til að Spieluhr og margir aðrir ákváðu að hætta í klaninu, og fóru margir yfir til [SaH] sem liðhlaupar ( ;) ). Þetta var of mikið högg fyrir hina hugrökku Muerte menn, og margir, eins og ég, gáfust upp og héldum að þessu væru öllu lokið, að óvinir okkar mundu hellast yfir okkur og skilja enga fanga eftir, enda hafa þeir lengi gert hatrammar árásir á vígstöðvar vorar.

En þó var enn vonarneisti, og Skoleon endurheimti marga af þeim sem efuðust, en svo gafst hann upp sjálfur, og í brottför sinni frá hinu vængbrotna klani tók hann með sér efasemdarmennina. Þeir hafa sameinast undir nýju nafni, sem er [Dios]. (Ég stakk ekki upp á nafninu! :D) En þessi póstur er nú aðallega til að við fyrrum meðlimir Muerte klansins getum sagt GG við alla þá ófáu sem við höfum spilað við. Ég veit ekki hvort hið vængbrotna klan berjist áfram, en ef það verður reynt, þá gangi þeim vel.

En við hinir segjum allir GG. Takk fyrir skrimmin og félagsskapinn í DoD heiminum. Sjáumst undir nýjum merkjum á vígvöllunum.

VAE VICTUS!<br><br><i>“Humans have a knack for choosing precisely the things that are worst for them.”</i>
<b>- Albus Dumbledore</b>

<i>“afhverju er Harry Potter fyrirmynd margra?… hann er lúði… sjáðu hann… meiri nördi en Shelob”</i>
<b>- RazhowR</b>

<b>Reglan mun koma 21 Júní 2003…</
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane