Jæja.. núna er nóg komið!!

Það er ekkert sem getur farið meira í taugarnar á mér en simnet! Hver andskotinn er að simnet! Ég ásamt fleirum erum búnir að lagga til helvítis alveg síðan að Skjálfti 4 hætti. Ég er búinn að borga 20.000 kr fyrir ekki neitt! Í adsl þjónustu sem kemur mér að engum notum!

Getur þetta “auma” fyrirtæki ekki gert eitthvað til að laga þetta! Málið er að ég held að þetta sé svæðisbundið! Því ég fór á netlan heima hjá vini minum.. og við tengdumst í gegnum mitt net og þá laggaði ég ekkert!

Ég er með adsl 512 kb og áður en Skjálfti 4 byrjaði þá laggaði ég ekkert, en ég var ekki á honum.

Laggið virkar þannig að ég er með slapt ping en samt fínt stundum.. en það er ekki það sem fer í taugarnar á mér, það sem fer í taugarnar á mér er að þú labbar 2x framhjá sama veggnum, 2 sek að taka upp byssuna, sérð gaurinn 2 sek of seint, sérð hann á 3 sek millibili. ÞETTA ER ÖMURLEGT!!

Ég get því miður ekki hætt þjónustu minni hjá simnet því ég fæ fría adsl þjónustu hjá þeim í næsta mánuði. Sem fór mjög í mig því mig langar að skipta! En HALLÓ það eru heilir 3 mánuðir síðan þeir lofuðu þessari “viku”!

Ég er örugglega búinn að senda svona 5 email til simnet og biðja þá um að koma þessu í lag og spyrja hvað er að? Ég hef aldrei fengið svar. Ég hringi í fyrirtækið og þetta svar fæ ég: Það er að koma nýr búnaður í “næstu” viku, þá ætti þetta að lagast!

Getum við sem stundum þennan leik og erum hjá simnet ekki lagt inn kvörtun! Þetta er bara fáránlegt!

Einhverjar hugmyndir um kvartanir eða annað slíkt eru velkomnar!


Með kveðju
Diouf