Ég þoli þetta ekki.
Ok, ég er búinn að vera að spila í ca. 3-4 mánuði, og er orðinn alveg ágætur, ekki neitt frábær, en ágætur. Svo er það þannig, að manni er farið að langa að joina clan (well who doesn't), svo að maður fer á einhvern server, margmiðlun, simnet eða bara what ever, og gengur síðan kannski alveg gífurlega vel. Sér maður síðan ekki að einhver í ágætis klani er inná servernum, og spyr hvort að maður megi koma í trial. Þá í stað þess að svara bara kurteysislega: “ Já endilega, talaðu við Jóa (eða eikkað) á ircinu”. Að þá er svarað manni með einhverju helvítis skítkasti: “ Bíddu, þó að þér gangi vel á public, þá þýðir það ekkert að þú sért nógu góður til að joina”.
Okay, ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að þó manni gangi vel á public megi maður ekki joina, en akkuru ekki að leyfa manni að koma í trial? Hverju tapa þeir á því, kannski gengur manni vel á trialinu, og ÞÁ má maður joina.
Okay, ég skil líka alveg efað maður fær svarið að þeir séu ekki að recruita, eða þá að það sé invite only, og ég virði það alveg, en afhverju getur sumt fólk ekki bara sagt það, í stað þess að vera bara með einhverja helvítis stæla.
Þetta er bara eitthvað sem er búið að liggja mér á brjósti lengi (ca. 2-3 daga :P ) og langaði mig bara að spyrja ykkur um hvað ykkur finnst. Er ekki hægt að vera góður á public, og hvar annarstaðar á manni að ganga vel, ef ekki á public, því að allir hinir serverarnir eru klan serverar, og maður kemst ekki inná þá nema að vera í klaninu, svo ég spyr, hvernig á maður að sýna fram á að maður sé góður, og eigi skilið að fá að fara í trial, ef ekki á public?<br><br>Það sem heimurinn mest þarfnast eru fleiri lítillátir snillingar, við erum of fáir eftir………..