Sælt veri fólkið.

Mér finnst að rcon á public serverum ætti að vera aðeins meira, oft þegar að maður fer inn á server þá er augljóst að það er gaur að haxa eða það er gaur að aimbotast eithvað. Og oft eru allir sammála um það. Og þá byrja allir að spurja hvort einhver sé með rcon ? Og það er yfirleitt aldrei neinn með rcon nema þegar að [GGRN]Gotti sé inn á serverinum (mania/blast). En það er reyndar ekki sjaldan. En ég er ekki bara að tala um simnet serverana heldur líka fortress og mi. Mér finnst að einn til tveir úr hverju clani eigi að vera rcon. Hann þarf samt ekkert endilega að vera í clani bara að hann spili sem mest inn á serverinum. Og á heimasíðu statsana ætti að vera hægt að sækja um rcon. Og þá þyrfti samt líka að tékka á hvort að gaurin sem er að sækja um sé mikið á serverum.

Murk og love og allir þeir gauarar eru allir með rcon, en það er ekkert nó því að þeir spila voðalega lítið á public.

Svo væri líka ekkert verra ef að svindl varnir væru aðeins bættar á serverum ef að það væri hægt. Og mér finnst of þungt ef að einhver er að svindla að hann fari í eilífðar bann á serverinum. Hann á bara að fá mánaðar bann or sum. Þótt að eilífðar bönn séu bara sett af ákveðnum aðila á ákveðnum serverum.

Svo er líka svindl að vera með öðruvísi módel og þannig stuff en það eru ótrúlega margir sem að eru með módel og annað þegar að þeir eru heima hjá sér en svo koma þeir á skjálfta og taka allt af. Það er asnalegt.

Kveðja
NoP3Z