Sælir félagar!

Ég hef verið að velta svolítið fyrir mér mapcycle á serverum og hvað hefur orðið umm nýjustu kortin á þeim öllum.

Eina nýja kortið sem ég hef séð í mapcycle er de_piranesi, kortið sem allir virðast hata.

Hvers vegna er það kort enn á serverum?

Yfirleitt næst ekki að kjósa um nýtt kort á serverum en það virðist voðalega oft nást þegar fólk þarf að spila de_piranesi og oft á tíðum tæmast serverar þegar þetta kort kemur upp. Sérstaklega þegar 1 T er eftir og 1 CT, biðin er bara endalaus.

Hvernig væri að fleygja því burt eins og var gert við de_torn, de_storm og de_survivor?

Reyndar er það ekki það sem ég vil :)

Það sem gæti verið gaman að sjá gerast að mínu mati og spyr ég ykkur:

Hvernig litist ykkur á að bæta de_torn, de_storm og de_survivor inn á einhvern server? Sjálfur hef ég ekkert á móti de_piranesi heldur þannig séð, myndi helst vilja sleppa því.

Þegar maður er búinn að spila leikinn svolítið lengi þá fer maður að fá leið á þessum kortum sem er endalaust verið að spila:

de_aztec, de_inferno, de_dust, de_dust2, de_cbble, de_nuke, de_train og svo framvegis.

Það væri gaman að fá að sjá einhvern server með nýju borðunum áður en þau einfaldlega gleymast.

Örugglega margir sem hafa ekki haft tækifæri á að prófa þessi kort.

Það er kominn tími fyrir einhverjar nýjungar svo hugsa ég að þetta væri líka skemmtileg tilbreyting.

Með von um góðar undirtektir,<br><br> - [.evil.]fany0doj0 <img src="http://forums.hate.is/forum/images/icon_smile_blush.gif"