Jæja, smá follow-up af Eurocup frá því í gær.

Ocr tók Dynamic Crew án nokkurra erfiðleika, feiknalega sterkir þessa dagana. Matchið endaði 32-16 og Dynamic því úr leik.

En hitt matchið kom hressilega á óvart. SK vélin óstöðvandi er ekki ennþá alveg stopp, en er ekki langt frá því.

Andstæðingarnir, asc frá finnlandi, getur ekki talist sterkt klan. Þeir töpuðu í undanspili Eurocup á móti klani sem hét pG, en komust inní keppnina vegna þess að einn leikmaður pG spilaði nokkrum dögum síðar með öðru klani. Þannig að asc komst inn.

Eðlileg úrslit hefðu því, miðað við leikmenn og þess háttar, átt að vera svona 38-10, en nei, sk rétt slefaðist til að vinna þetta. 25-23. Minni gat sigurinn ekki orðið. Ætli SK sér að gera einhverja hluti núna í náinni framtíð þurfa þeir að taka sig heldur betur saman í andlitinu.

Nýju mennirnir, brunk og medion, stóðu sig prýðisvel að mér fannst, en eitthvað vantaði uppá.

vill svo minna á Nations Cup, einhverjir ágætir leikir þar framundan. Meðal annars ISL á móti Belgíu, Finnar keppa við Breta og svo ættu menn etv. að horfa á Þýskaland á móti Sviss, svona til að sjá hversu sterkir Þjóðverjarnir eru.

kv.
gustur.fi