Málið er það að ég var að spá í að kaupa mér vél. Ég veit ekki hvort ég ætti að kaupa mér AMD eða Pentium 4 (móðurborð og örgjörfa) til að spila tölvuleiki og þá aðalega cs. Ég hef heyrt að AMD sé betra í leikajaspilun og að Pentium sé betra fyrir mikla vinnslu í einu. AMD er aðeins ódýrara og ég hef heyrt góða og slæma hluti um AMD, en ég væri til í að heyra ykkar skoðun, því ég ætla mér ekki að kaupa eitthvað sem bilar eða er ótraust!
Ég hef ekki mikið vit á þessu, en þó eitthvað, væri til í að fá svör frá reyndum cs spilurum sem vita hvað er best!
Takk fyrir!
Með kveðju