Þetta á kannski betur við sem korkur, en ég var ekki viss hvar ég átti að setja hann og var ekki einu sinni viss um að það væri tekið eftir honum þar.
En mér finnst að það ætti að setja password á íslensku NS serverana. Ástæðan er sí, að það er ekki hægt að kicka fólk með voti, né er alltaf admin á serverunum.
Til að taka dæmi mér til stuðnings, þá kemur strax upp í huga minn atvik sem ég var fyrir. Einhver útlenskur vitleysingur kemur inn og fer í Marines og segist vilja vera commander. Við vorum nú þegar með alveg ágætan stjórnanda svo hann fer í fýlu og hótar að eyðileggja baseið okkar. Og hann gerir sko það og gott betur. Hann rústar öllu bölvuðu baseinu okkar. Við reynum að byggja okkur upp aftur en neij, hann byrjar að eyðileggja allt aftur. Svo loksins er gefið eftir og honum leyft að vera commander. Þá fer hann að takka allar byggingarnar í burtu, setja bara upp turret factory og er svo bara með leiðindi og hálfvitaskap. Lýsandi fyrir Kanann.

En nóg um það. Ég er ekki að setja útá neitt í sambandi við það að setja upp NS servera hér. Ég er heldur ekkert að setja út á hvernig þeir eru reknir eða uppsettir. Ég er bara að setja fram þá tillögu um að password verði sett á serverana. Hverjir eru með mér á þeirri skoðun??

Kveðja
Alucard