Allir virðast vera að spyrja af hverju allt laggi nú orðið. Það geta verið nokkrar ástæður fyrir því. Algengast er að menn saki útlendinga sem koma inn á serverinn um það. Ég veit ekki um NS (hvernig það er forritað) en í CS þá hefur það ekki áhrif á LAGG aðra þótt einn LAGGI hrikalega.
Hins vegar hefur LAGG farið versnandi upp á síðkastið og tel ég ástæðuna vera helsta sú að ADSL notendum hefur fjölgað hraðar en tækjabúnaðs uppfærslum/fjölgunum. Það eru ekki allir að spila leiki heldur kannski að sækja sér alls konar skrár og dót (warez?). Álagið á tækjabúnaðinn er sem sagt að versna og það bitnar á flestum.
Til að koma til móts við álagið þá þurfa þjónustuveiturnar að kaup fleiri hubs/switches til að dreifa álaginu. Ég held samt að vandamálið er nokkuð stærra en það. Ég bendi á að Internetið er eins og kóngulóarvefur og því fleiri endapunktar, því meira er álagið í miðjunni. Til að minnka álagið við stækkandi kóngulóarvef þarf hreinlega fleiri kóngulóarvefi (fleiri miðjur)

Vona að þetta hafi verið gagnleg lesning,
[XOR]Sloop