Sperm Count Ég sendi þessa grein upphafega á Tölvur og tækni, en gerði mér svo grein fyrir að hún fengju miklu meiri athygli, og viðbrögð hér…. Ég fór sérferð í CounterStrike á netinu til að taka “skjámynd” af þessu…bara svona til að reina enn fremur að sýna ykkur hversu ógeðslekt þetta er og vonarglætuna um að geta hætt þessu sem enn er til staðar. Greinin hljómar svo:

Ég hef mikið tekið eftir Skammstöfunum allstaðar á netinu, bæði í leikjum, á spjallrásum, heimasíðum og bókstaflega allstaðar. Ég er að tala um skammstafanir eins og OMG,OMFG,STFU,LOL,GMG,AFK. Þessar skammstafanir vekja ógleði í huga mínum og ég get ekki hugsað mér verri leið til tjáningar en skammstafanir á sjálfu kana málinu, ensku (bandarísku). Ég sárbið alla sem nota þessar skammstafanir að hugsa sinn gang, og sýna okkar ágæta móðurmáli örlitla virðingu! Ég hef alvarlegar áhyggjur af þessu, þar sem ég sé fleiri og fleiri detta ofan í þennan pytt, nánast daglega. Ég hef oft hugsað hvað lætur menn komast að þeirri niðurstöðu að nota skammstafanir eins og OMG (Oh my GOD!) hingaðtil hafa aðeins 11 - 13 ára gelgjur notað þetta, en nú er þetta altalað, í einhverjum skammstöfunum… þetta er synd og skömm, og mér finst að allir ættu að standa saman og útrýma þessu! Ég er ekki að skrifa þessa grein til að bögga áhugamál ykkar, heldur til að vekja athylgi á þessu alræmda vandamáli. Í skólanum heyri ég oft mestu netleikja unnendunna segja heilu setningarnar á ensku, em er auðvitað ekkert nema vanvirðing við móðurmálið, og náungann, sem kærir sig sjaldnast um að heyra svona máltök og settningar á kanamálinu, án þess að vera í enskutíma eða eitthvað slíkt…! Ég hef lokið mínu mál, Friður út!