Jæja, þá er komið að því. Day of Defeat Beta 4 er á leiðinni, og ég ætla að skella upp smá preview af þessari nýjustu útgáfu af frábærum moddi.

Almennar upplýsingar

Allar hreyfingar verða endurgerðar. Jamm, hver og ein einasta. Með hreyfingum (animation) á ég við t.d. það sem spilarinn gerir þegar hann leggst niður, eða krýpur eða skýtur af byssunni.

Öll hljóð verða endurgerð og í 16 bitum, en það var áður í 8 bitum. Svo að þið skuluð búast við helmingi betri hljóðum í Beta 4.

Munið þið að þegar þú skýtur einhvern í hausinn í para möppunum að hjálmarnir fljúga af? Nú gerist það í öllum möppunum.

Ný spilaramódel. Með spilaramódel þá á ég við hvernig spilarar líta út í leiknum. Þau munu líta jafnvel eða betur út en para_módelin.

Og svo það besta við B4, breskir hermenn. Bretarnir verða aldrei að spila á sama mappi og Bandaríkjamenn heldur fá þeir ný möpp, eða núverandi möppum verður breytt svo að Bretar spili þau en ekki kanarnir. Og auðvitað fá Bretarnir sín eigin voice commands, en það verður fjandi fyndið að heyra. :D Og þeir verða auðvitað með yfirskegg.

Það er leitt að segja, en seg4 kemur ekki í DoD B4, það verður einfaldlega ekki tilbúið. Kannski í B4.1?

DoD liðið hefur langan lista af Avalanche böggum til að laga, kannski laga þeir spawngrensu vandaamálið.

Hið “geysivinsæla” para_hedgerow (dimma para mappið) á að vera endurgert, og kannski verður það “standard round style” það er að segja, dod mapp, sem er fín breyting að mínu áliti.

Para_glider hefur einnig verið endurbætt, og heitir nú því frumlega nafni para_glider2.

DoD liðið hefur sagt að para möpp séu það neðsta á listanum yfir það sem þeir ætla að gera.

Nýju möppin

Dod_anzio2: Þar verða síðustu flöggin, þ.e. þau sem eru fyrir utan spawnin hjá liðunum “teamcapture” flögg, þ.e. þarf tvo til að ná.

Dod_caen2: Nokkrir nýjir MG staðir og öðruvísi textúrar svo að mappið lítur betur út. Og þú færð ekki lengur 5 stig fyrir að ná flaggi! Og svo eru “mortar” loftárásirnar endurgerðar, svo að þú færð meiri fyrirvara þegar þær koma.

Dod_donner: Upprunalega var þetta dod_thunder2, en höfundi mappsins fannst mappið vera svo mikið öðruvísi en thunder að hann ákvað að kalla þetta annað og gera það öðruvísi. Mappið er ekki lengur í rigningu, heldur á mjög rigningarlegum degi.

Dod_forest. Það er nýtt map frá Arcturus, höfundi dod_cherbourg og dod_oslo. Þetta map er mjög öðruvísi, ekki eydd borg eins og hin möppin heldur skógur með tvemur litlum þorpum í.

Dod_ramelle: Þetta er endurbæting á gamla mappinu, það er ekki víst hvort það verði kallað dod_ramelle eða ramelle2. Flestallt hefur verið einfaldað, þessar pirrandi loftárásir á brúna hafa verið endurgerðar, og það eru nýjir gluggar til að MGast og Snipast í, og svo fullt af nýjum textúrum.

Dod_stuka: Úff, hvað það er mikið talað um þetta map. Þetta map lítur frábærlega út. Það gerist á flugvelli þar sem er mikið um Stuka flugvélar, sem ég býst við að Allies eigi að sprengja en Axis að verja.

Dod_jagd: Nýtt, voðalega týpískt map, sem gerist í rústaðri borg. Gert af Invasion Works sem gerðu para_glider, auk margra custom mappa.

Dod_ouitz: Nýtt map frá Kamikazi sem gerði dod_seg3 og dod_schwetz.

Það er auðvitað ekki víst að þessi möpp komi, en allt bendir til þess.

Jæja, þá er mestallt komið. Það munu koma meiri upplýsingar á næstunni, þar sem við vitum ekkert um bretana ennþá. Hér eru einu upplýsingarnar sem við höfum þá, startround hljóðið hjá þeim: http://nineteeneleven.org/sounds/brits/britstartround.w av

Þið getið séð screenshot frá öllum nýju möppunum hér: http://nineteeneleven.org/beta4/maps.htm

[-Muerte-]Shelo
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane