Jæja,

Ég ætla mér að svara þeirri umræðu sem komin er upp eftir greinina um stolnu tölvuna á Smell. Ég var fyrst nú að taka eftir greininni.

Hvað varðar tölvuna þá er hún fundin og komin til hins rétta eiganda. Ég gekk í skugga um að það vantaði ekkert í hana og svo var ekki.


Vandamál sem gerðust á Smell síðustu helgi:

1. 3 fasa tengi virkaði ekki sem okkur var sagt af rafvirkja hússins að væri í fínu lagi.
2. Ein af þeim töflum sem við fengum að láni var vitlaust tengd og gaf þerssvegna 400V út í stað 230V og var það sem eyðilagði mest af búnaði.
3. Lekaleiðir sló út fyrir efri hæðina. Við fengum þær upplýsingar hjá rafvirja hússins að það rafmagn væri á sér lekaleiða en svo reyndist ekki og því réð lekaleiðinn ekki við það álag sem lagt var á hann.
4. Eftir það tókum við okkur til og fórum að nota varaleiðslur. En þegar við tengdum þær þá kom reykur úr einum swits og flugeldasýning úr einum skjánum og því var slökt á öllu aftur.
Þá komumst við að því að varalekaleiðinn í húsinu var ónýtur og gaf ekki rétta spennu út.
Eftir þetta tók tíma að tengja allt upp á nýtt og sjá til þess að allt væri í lagi.
Það tókst og gekk allt vel alla nóttina.
Stjórnendur komust fljótt að því að það væri á mörkunum að þetta mundi halda og báðu alla að slökkva á tölvunum kl 8:00 um morguninn. En það virtist ekki þurfa að skipta svo að þetta var látið standa eins og það var með þeim afleiðingum að það sló hluta út og eina sem að þurti að gera var að skella einni snúru í aðra töflu og allt var komið í lag og hélst þannig.

Það er ekki einhverjum einum að kenna að þetta vesen hafi komið upp. Það sem mestu máli skiptir er að þessu var komið í lag.
Það var skipt um power supply og allir skjáirnir teknir í athugun. Sá skjár sem var með flugeldana var af betri kantinum og var þetta öryggi sem gerir þetta ef að hann fær of háa spennu inn á sig og var hann í lagi eftir þetta. Hinir Í hinum skjáunum var eitt lítið öryggi sem sprakk en eitt slíkt öryggi kostar um 100 til 300kr svo að það er ekki mikill skaði.
Stjórinin gerði allt sem í hennar valdi stóð til að aðstoða þá sem urðu fyrir þessum leiðindum.


Í sambandi við Smell og þær yfirlýsingar sem hér hafa komið fram:

Smellur er ÁHUGAMANNAMÓT.

Við erum ekki með samning við fyrirtæki sem borgar undir þetta því að þeir hafa ekki neitt að gera við peningana heldur en að blæða í eitthvað mót. (sorry admin).

“smellur er af hinu illa!”
-todgi
Nei smellur er ekki af hinu illa heldur af hinu góða og það er ótrúlegt hvað við höfum gert með ekki neitt milli handanna nema VILJA til að hafa gaman af tölvuleikjamóti.

“Alltaf vesen”
-todgi
Já það er rétt, hefur þú kynnt þér sögu skjálfta?
Þeir lentu í miklum erfiðleikum þegar þeir voru að byrja.(sögusagnir frá gömlum “pimpum” get ekki haft neitt eftir neinum).

“”pimparnir“ vita minna um tölvur en hundurinn minn”
-todgi
Það stór efast ég um.
Ef að þú veist svona mikið afhverju heldur þú þá ekki tölvumót.

“helvitis þjofar þarna i stjorninni, þeir hafa tekið tölvuna”
-fanyodojo
Ég veit ekki til þess að einhver í stjórninni sé þjófur. Ef þú veist meira en ég þá væri fínt ef þú mundir láta mig vita af því svo hægt sé að útiloka þá aðila.

“Á Skjálfta eru rafvirkjar leigðir, stórir Cisco rúterar sjá um umferðina þarna og þess háttar.”
-kiddisig
Ég get ekki svarað hvað Skjálfta varðar en það sem að ég hef heyrt er það að það séu 3 rafvirkjar á launum alla helgina við að sjá um þetta og að hver þeirra fái 50000 í laun við að stinga snúrum í samband.(pimpar leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér.)

“Vandamálið á þessum smell var rafmagn og var það valsörunum að kenna.”
-Dahmer
Ég kom að því framar í greininni að það er ekki einhverjum einum að kenna, en það er rafvirki þeirra valsara sem hefði átt að segja mér frá þessu þegar ég hafði samband við hann.

“Mér persónulega finnst að það eigi að vera gott eftirlit á öllum svona risalönum sem eru leigð út og þar sem “lanarar” borga inná og þá finnst mér sjálfsagt að mótshaldarar taki ábyrgð á svona hlutum.”
-Holydeath
En þá mundi kosta 10.000 kr inn á það lan og það tæki þig alla helgina að komast inn á lanið því að það þarf að skrifa niður allt sem er inni í tölvuni þinni og serial númerið á því öllu. Svo mundi líka þurfa að leita á öllum sem að labba út því að einn minninskubbur tekur nú ekki mikið pláss. Vá hvað það hlyti að vera gaman að fara í endaþarms skoðun á þínu lani. :)

“Mér finnst ekkert að því að stela, en maður verður að kunna að stela. Stela frá fyrirtækjum og stofunum ekki fátækum einstaklingum :)”
-Holydeath
Láttu mig vita ef að þú ætlar að koma á smell því að þjófar eru ekki velkomnir sama hverju þeir eru að stela.
Ég vona að þú haldir ekki að þú sért Hrói Höttur.

“Benda þér á það að það eru ekki ótakmörkuð fjárlög sem þeir hafa til að eyða í svona lúxus”
-dfender
Rétt er það en þess má geta að við vorum með rafvirkja á staðnum en hann gat ekki fyrirbyggt það sem kom fyrir nema ef hann hefði rifið allt húsið og lagt allar lagnir upp á nýtt en þá erum við að tala um kostnað upp á 8 stafa tölu.

“að fólk kynnir sér heldur ekki aðstæður áður en húsnæði er leigt (t.d. rafmagnsvandamál sem gætu komið upp o.s.frv.)”
-todgi
Við kynntum okkur aðstæður. Ef allt hefði verið eins og okkur var sagt að það væri og ekki neitt bilað þá hefði ekki neitt komið upp á og allt hefði gengið eins og í sögu.

“eg meina ef ad eikkur gaeji snappar bara allt i einu tekur upp byssu og skytur manninn vid hlidina a ser aetlid thid tha ad skamma logregluna fyrir slaema loggaeslu?”
-RenShai
So true, So true. Takk fyrir þetta.

“Og smellur er warez lan”
-ztaezz
Þarna er ég ekki sammála þér. Við stöndum ekki fyrir warez skiptum og munum aldrei gera það t.d. þurfa allir þeir sem að taka þátt í keppnum að eiga leikinn en ekki vera með warez.

“annars eru p1mparnir nógu heimskir til að taka 750 mhz vél í stað einhvers annars”
-kotZen
Já finnst þér það. Ef svo er þá er það þitt álit. Ég get ekki sagt að mitt álit sé betra á þér eftir þetta komment.

“kanski tvennt sem má bæta í valsheimilinu er loftræsting og rafmangsvandamál”
-PutZ
Ef að fólk hefði ekki verið að loka hurðum og gluggum sem voru opnaðir til að lofta út hefði ekki verið svona þungt loft inni. Það er búið að ganga í það að laga þessi rafmagnsmál og ætti ekki að geta komið upp svona mikið mál á næsta Smell.
“SMELLUR GEFUR SKJÁLFTA EKKI NEITT EFTIR!”
-Crim
Satt er það, en við erum ekki í samkeppni við Skjálfta og munum ekki gera það. Við erum áhugamannamót.
“Ég vissi að þetta myndi gerast!, það er bara ekki nógu góð gæsla á smell”
-F1erBall
Ég get ekki sagt að það sé betri gæsla á skjálfta því ég hefði getað labbað út með hvað sem er ef ég hefði villja það.

“Á skjálfta er skýrt tekið fram að fólk er ábyrgt fyrir sínu eigin drasli.”
-Fears
Það er líka skýrt tekið fram á Smell.

“fearz soltið öðruvísi þegar það er stolið tölvu en sokki og eplasafa”
-Siberian
Þjófnaður er þjófnaður þó svo að það sé mikill munur á verði á þessum hlutum.
Hann hefði getað verið með myndavél upp á 100 þús. í töskunni.

“eins og 1 liðið okkar þeim var bara gleymt og spiluðu ekkert 1 daginn”
-FannZilla
Kannski því að þeir voru ekki á staðnum þegar keppni byrjaði?

“Ég er nú með 200k laptop og ekki færi æeg að skilja hann eftir nema að vinur minn gætti hanns, þér að kenna að passsa ekki upp á þetta”
-ledurjonas
Ég er sammála þér. Ég á líka 200k lappa og ég mundi ekki einu sinni skilja hann eftir þó svo að vinur minn væri að passa hann. En það breytir því ekki að það er leiðinlegt að missa tölvu og við gerðum allt sem við gátum til að finna hana aftur og það bar árangur því hún fannst.

“Frætti að smellur hafa verið með rafmags vandamál og einn skjár sprungið….”
-wiss
Já það kom flugeldasýning frá einum skjánum. En hann er í lagi og þetta er öryggi sem að lætur svona.

“Ef þú ert ekki að spila leiki, hvað ertu þá að gera? :) “
-Aquatopia
Aðeins að leiðrétta þig hann sagði “skjálftaleiki” t.d. getur hann verið að spila hvaða leik sem er í MP.


Ég vona að þið hafið fengið svör við einhverjum spurningum.

Kveðja
Fyrir hönd stjónrar smells
Psycho
******************************************************************************************