Sælir comrad CS félagar.

Mig langaði aðeins að commenta á mouseskates.

Sumir ykkar vita eflaust ekki hvað ég er að tala um, þannig að ég ælta að útskýra það.

Mouseskates eru spes límmiðar til þess að líma undir músina þína til þess að hún renni sem best.

Þegar músin þín og músarmottan snertast, þá myndast mótvægi sem kallast á ensku “friction”. Þetta mótjafnvægi gerir þér erfiðara fyrir að hitta sem best, því að, því meira “friction”, því minni stjórn hefur þú yfir músarhreifingunum.

Til þess að fá sem minnst “friction” voru hannaðir spes límmiðar, kallaðir mouseskates. Þessir límmiðar eru því miður ekki fáanlegir á Íslandi.

Ég er ekki alveg viss um að þessir miðar séu eithvað sem allir þurfa á að halda. Þeir eru sérstaklega nauðsynlegir fyrir þá sem eru lengra komnir í CS til að ná kannski þessari 2% bætingu sem þeir eru búnir að bíða eftir lengi ;)

Mest fer það samt eftir músarmottum og tökkunum undir músinni þinni, hvort þið þurfið á þessu að halda eða ekki.

Mín reynsla er sú að allavega með Microsoft Intellimouse (bæði explorer og ekki) og funcmat eða icemat, þá er þetta algjört möst. Það eru hinsvegar ekki allir sammála því.
Ég veit að fullt fullt af öðrum músa/músamottu combóum er þetta nauðsynlegt líka.

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er sú, að mig virkilega langar að vita hverjum langar að kaupa svona skates, því það þarf að panta þetta að utan og til þess að það borgi sig þurfa að vera þó nokkrir saman í pöntun.

Þeir sem hafa áhuga, bæði póstið það hér, og sendið mér bréf á helgisig@email.is

Fyrir þá sem efa notagildi þessara miða þá segi ég ykkur að margir lengra komnir spilarar geta varla verið án þessara “límmiða”.

Ég er sjálfur að fara yfirum að eiga ekki mouseskates, ég er meira segja að reyna að nota límband undir músina!! (guð hvað það suckar :)

Vona að heyra frá sem flestum.

Preacher.