Varúð. Ef þú hélst að sögurnar væru langar. þá hélstu rangt! Þetta er röfl varðandi hvað mér fynnst að myndi bæta leikinn!

Tja nú hef ég velt því LENGI fyrir mér hvað gæti mögulega bætt þennan blessaða leik oss?

Yrði það fall <a href="http://www.ifrags.com“>iFrags</a>
Yrði það meira TP(teamplay)
Yrði það skortur á n3wbz?(núbbum)
Betri vopn? Opnari borð með færri campstöðum? Anti-altnick regla? Minnka við config haxx? Setja nafnalimit á servera(sbr: punkbuster með clantögg og AQ nú til dags)?

HVAÐ?

Og ég fór að hugsa um hvað það væri sem gæti bætt CS inn okkar (ekki það að hann sé eitthvað slæmur. Þetta yrðu bara bætur sem gætu gert leikinn skemmtilegr/betri að öllu leiti)
Og í hugleiðingum mínum fann ég svarið í öðrum leikjum.

Ekki einum leik, ekki tveimur leikjum. Heldur allveg heilum HAUG af leikjum. Þarsem svarið yrði í raun stærra en ég hefði ýmindað mér sjálfur.

Hvað er að hrjá CS í dag?
Núbbar inn á FF on serverum
Plebbar að nota teamspeak dótið sem er innbyggt í leikinn(aðallega 13 ára og undir sem sprengja tvítera í dýrum heddfónum)
Teamkillers
H4xx0rz
Altnixx0rz(flestir/al lir skilled players í dag)

Til þess að geta svarað þessu á einn skiljanlegann hátt ákvað ég að tala við annað fólk sem gæti hugsanlega svarað þessu.

Fór ég að spæla líka í hvað gerir leiki skemmtilega?

Félagi minn sagði ”PVP(rpg piltur)“ ellegar player VS player(allir/flestir multiplayer leikir). Þarsem maður keppir við andstæðing sem er álíka góður og maður sjálfur. Það er alltaf gaman að ná að vinna hann, sérstaklega ef hann er rétt í skottinu á manni í stigum/fröggum.

En þetta gefur leiðinda vanda. Td:

Altnick
OMO(one man ownage)

Hvað er gaman af því þegar einn gaur sem kallar sig.. segjum ”the mad deagler“ tekur svona 5 manns round eftir round eftir round fram og tilbaka og svoleiðis ownar mann og annan!
Maður verður pirraður afþví maður veit ekki hvort hann sé að haxxa eða hvort ´etta séu m4d skillz ellegar eigi!
Og þegar roundi lýkur þá stendur umræddur mad deagler uppi, eftir að hafa sérhæft sig með einni byssu og svoleiðis ownar serverinn. Það er gaman að spila CS með gaurum sem eru jafn góðir og maður sjálfur.. og líka svosem góðum gaurum. Svo lengi sem maður VITI VIÐ HVERN MAÐUR ER AÐ SPILA!

Hvernig væri hægt að jafna þetta út?

Ég tók mig til og var að hugsa um þetta. Þegar ég fór í Americas army eitthvað(byggður á UT engineinu. Svakalega realistic)
Og komst þar að því að maður þarf að ganga í gegn um þjálfun ÁÐUR en þeir hleypa manni á public servera. Og sú þjálfun er ekkert sérstaklega létt.

Fór ég líka að hugsa út í hvað gæti losað mann við altnick og ryfjaði þar upp gamalt kerfi úr Tribes 2 sem mér fannst nokkuð nett sem notað er við í Flestum <a href=”http://www.hugi.is/mmorpg“>MMORPG</a> Og það er account kerfi.

Og svo síðast en ekki síðst þá er til trikk sem gæti minnkað niður 0WNIÐ í öðrum spilurum. Og það datt mér í hug þegar ég sá Sinai spila díböbbel tvö(Diablo 2) eins og við félagarnir köllum ´ann.

Lokaniðurstaða?

Hérna var mín hugmynd.

(þetta yrði óttalega stórt batterí og þyrfti því allveg nýtt CS frá grunni. AMK allveg haugur af nýju dóti)

Þú myndir byrja á að henda út núverandi CS og setja inn nýjann. Eftir það myndiru connecta þig við Account managerinn þinn, sem tengist beint við CD keyið þitt og stilla upp hina og þessa hluti. Sbr: grafík, takka, persónulegar upplýsingar, nick og clan management, sem og innbyggður Email/skilaboða thingy-er.
Með þessu þá gæti maður EKKI breytt um nick *horfi illa á Sonur* í hverri viku. Heldur yrði maður að þjást með sitt ljóta ”UltraVibeslayer5900“ út sinn ljóta tíma. Og ef hluturinn ”omg ég er með svo ljótt nick“ kæmi einhverntímann í höfuðið á spilara þá hefði hann átt að hugsa um það LÖÖÖÖNGU áður en hann skráði það inn sem þetta! Þá væru engar umræður um ”hvaða nick væri cool“ og/eða hvort nick væri asnalegt/nicksteal. Því hver maður yrði að skrá sitt nick! Og ef nick er upptekið ÝKT óheppinn. Þá verðuru bara að búa til nýtt afbrigði af því, sbr: someone eða some0ne (óli beip)

Eftir að þú seivar þessar upplýsingar þá myndu þær vistast hjá WON eða hvar svo sem þeir myndu vilja halda upplýsingunum.

Eftir þetta myndi taka við ”training“ þarsem spilarinn myndi taka sig til og spila á móti bottum í sérstökum möppum, yrði þetta EKKi online heldur innbyggt inn í leikinn þannig að við værum ekki að lagga niður servera með þessu framhaldi. Möpp þessi, sem og bottar myndu ekki, EKKI þjálfa spilarann. Heldur sjá hversu góður hann væri(previous skillz. Hvernig hann spilar CS. notar ´ann hljóð, defusar ´ann eða fraggar osfr)
Myndi hann byrja á móti Bottum á *fyrsta leveli*
Myndi hann klára það og svo fara yfir á *annað level*
OSFR. Þarna yrðu 10 Level(þarna kemur Diablo inní)
fyrstu 3 yrðu easy fyrir alla. En í 4 þarftu að klára X mörg requirements og/eða eitthvað annað(defusa frekar, nota flass sem/og stealth frekar en að fragga. Þótt það væri möguleiki)

Þegar spilarinn myndi svo tapa markmiðinu á móti bottunum(segjum að hann tapi á móti *sjötta level* bottum þá fer hann á fimmta level.
bætist þá við Levelið fyrir aftan nickið hans

t.d.
GarFielD {5} <– svona

Hver er tilgangurinn með þessu?

Tja. Ég vona að einhver ykkar spili golf eitthvað *horfi illa á Andra Enrique* en þá ættuði að vita hvað _forgjöf_ er, eða handycap.

Myndu spilarar sem væru komnir á hærra level fá minni forgjöf. Myndu þeir þurfa að vinna harðar af sér fyrir það eitt að vera góðir. Þeir myndu fá minni pening fyrir fröggin, hlutir myndu kosta meira osfr. Þetta myndi gera leikinn erfiðari fyrir betri spilara og jafna leikinn frekar út.

Hins vegar, þá væri hægt að hækka um Level. Og það væri gert með því að spila bara leikinn X mikið. Og fyrir hvern leik sem maður spilar þá féngi maður Experience points(reynslu stig).

t.d.
fyrir hvert fragg fengi maður eitt stig
en fyrri að planta/defuse-a bombu fengi maður 3 stig
Svo væru gefin stig í brotum(omg engar áhyggjur. Engin stærðfræði fyrir ykkur ungu mennina þarna úti. CS myndi reikna þetta allt saman fyrir ykkur og summa það upp í endann)
Þú fengir segjum einn áttunda úr stigi fyrir að flasha einn mann. En svo féngiru fleyri stig eftir hvort þú flashir marga í einu. Ef þú næðir t.d. 5 manns í einu þá féngiru heilt XP(experience point, reynslu-stig)
Því fleyri sem þú flashar í einu því fleyri stig færðu sem bónus. (margfeldi ef þú nærð mörgum í einu) þú féngir líka stig fyrir að hitta óvin einu til tveimur skotum, stig fyrir ”assist“ Þannig ”STEL“ myndi ENGU skipta. Því maður myndi samt græða næstum því hálft stig bara fyrir að hjálpa kauða að fragga hinn. Þetta myndi losa fólk við óþarfa hálvitaskap og þeir myndu VIRKILEGA pæla í hvað þeir væru að gera ef þeir héldu á præmuðu flashi og horfði team-mates búnk rusha inn á óvinasvæði.

En það yrðu líka MÍNUS stig til að vega á móti almennum fávitaskap(sbr: flash á spawn og team-kill)
Ef þú myndir fara á fjölmennan server(sbr: mania) og svoleiðis spamma spawnið þitt í drullu með flössum og pirra þarmeð ALLA sem inni væru. Þá gætiru ekki bara ”console, q, tab, enter“
ÓNEEEEEH. Heldur þegar þú hættir þá tæki CS stats af hvernig þér gekk í leiknum og sendir það tilbaka í WON. Ójá, enginn fleyri fávitaskapur.

En hvað með alla núbbana sem kunna ekki á leikinn og team-attacka, team flasha og því um líkt. Tja ekki geta þeir verið á háu Leveli ef svo má segja. Flestir ættu að vera inn í kring um 2-4. Þá væru bara þar til gerðir n00b-a serverar sem væru með server stillingarnar

sv_maxlvl 5
sv_minlvl 1

(max level á gaurum sem kæmust inn á servera, þarsem min level gerir akkúrat hið öfuga)

Með þessu kæmust bara level 1-5 gaurar inn á serverinn. Það yrði EKKI ff on á svona serverum, minna væri tekið á xp-lossi og fávitaskap osfr.
En þennan server gætu gaurar sem eru á háu leveli ekki sótt því að þeir einfaldlega kæmust ekki inn.

Því betur sem serverinn yrði stilltur. Því erfiðara yrði að spila á honum. FF-on, footsteps osfr.

Hins vegar þegar maður er að fara levela og nær þessu blessaða XP marki sem maður væri búinn að berjast fyrir að ná síðustu 4 mánuði af æfi sinni, þá myndi maður þurfa að keppa AFTUR á móti sömu bottum og maður tapaði fyrir síðast. En engar áhyggjur, það yrði ekkert limit á hversu oft þú myndir keppa við þá í þetta skiptið. Þannig að þú gætir keppt aftur og aftur og aftur og aftur og .. æjj þið skiljið mig. Bara þartil maður gæti unnið kvikindin.

Upp í hvert level væri hinsvegar DAUÐINN að komast upp í. Spilari yrði gjörðusvo vel að VIRKILEGA hafa fyrir því. Þeir þyrftu að ná svo og svo miklu XP-i til að geta komist upp á næsta level. Segja.. milljón upp í 7 level.(eða eitthvað gróflega sagt um gróft level. Þið skiljið mig vona ég )

Klön: Hvernig kæmist maður í KLAN?
Tja til að byrja með gæti maður ekki sagt ”hey ég ætla að stofna [::;:-=oOo|..Húsgagn..|oOo=-:;::] klanið“
Því einfaldlega það myndi ekki virka þannig. Spilari sem væri kominn á nógu hátt level gæti sótt um að fá klan(þetta myndi STÓRLEGA minnka við ”ég var að búa til klan, hver vill joina“ setningar sem eru að æra ALLA!)
Heldur yrði það svo á endanum tekið í gegn. Eina sem maður þyrfti að gefa upp væri nickið sitt(því það yrði bundið við CD-keyið) klantagg OG meðlimi! Því ekkert er til sem heitir eins mans klan í þessum CS! þú gætir ekki recruitað hvaða fraggandi n00b sem er! Spilarinn yrði að vera kominn á yfir 5 lvl til að fá að komast í klanið. Myndu fyrstu fimm mennirnir vera ábyrgir fyrir klaninu. allir sem kæmu í klanið eftir það myndu vera bara einhvers konar varamenn ef eitthvað væri. Ef einn ábyrgðarmaður myndi hætta. Þá yrði maðurinn með næst elstu reynsluna í því klani ábyrgðarmaður. Ef ekki væru nógu margir í klaninu(segjum að þetta væri 5 manna klan og einn hættir hjá þeim) þá einfaldlega dettur klanið út.
”En hvernig setur maður upp tagg?“
Tja það tengist Accountinum þínum, það fyrsta sem þú myndir fá er svona meil/skilaboð/tilboð sent á accountinn þinn um ”Þér hefur verið boðið í [::;:-=oOo|..Húsgagn..|oOo=-:;::] klanið. Viltu joina? Svo er já/nei valmöguleiki. Er þú myndir ýta á nei, þá myndu skilaboðin bara hverfa og ekkert meir. Ef já, þá myndi hið sama gerast. Nema þú féngir tagg fyrir framan nafnið þitt á server. Þú myndir gerast [::;:-=oOo|..Húsgagn..|oOo=-:;::]Player..
Eða eitthvað. Bara svona að koma þessu á framfæri.
Og ef maður væri stofnandi í klani, þá yrði maður að verða síðasti maðurinn til að hætta(A true captain always goes down with his ship)

Svo kemur að keppnum. Þarsem keppnir eru MJÖG vinsælar sem/og skemmtilegar þá gengi það lítið að hafa XP kerfið í gangi þar. Þetta yrði bara online. Á lani gæti maður heitið hvað sem er. Svo lengi sem maður væri ekki online, þá gæti maður bara gert name í console. En þá væri maður automatískt EKKI á neinu leveli, þá kæmi bara {LAN} fyrir aftan playerinn (sbr: GarFielD {LAN})
Þetta væri náttúrulega bara server stilling sem hægt væri að stilla á lani.

En hvað með Online keppnir/scrim? Tja inni í CS væri möguleiki fyrir servera að ákveða hvað væri bannað og hvað ekki. Það væru bara ákveðnir configgar á servernum. Sem myndi banna ákveðnar breytur sbr: gl_overbright X eða eitthvað. Myndi þetta STÓRLEGA minnka við config hax. Ef serverinn væri þannig stilltur.
Á lani væri það sama mál tengt við servera. Serverar myndu leyfa manni að hafa ákveðnar breytur. En það sem serverinn myndi hindra væru silly breytur eins og ex_interp 0.0000 og gamma 40 eða eitthvað álíka. (sem er náttlega bara config hax)
Annað varðandi servera. Á því hærra leveli sem maður væri á. Því meiri réttindi féngi maður inni á public/scrimm serverum.
sbr: admin_réttindi osfr Ef scrimm stillingar væru uppsettar á réttann hátt þá féngi ENGINN XP fyrir scrimm. Þær væru keppnis reglur og á/í keppnum þá fær maður ekki XP. Það væri hægt hinsvegar að hafa XP stillinguna á. Þetta yrði bara ein stilling
sv_allowxp 0/1

Hvað myndi þetta blessaða kerfi svo hafa gott í för með sér á keppnum? Það er ekki erfitt að svara þessu. Afhverju? Tja því þeir bestu væru búnir að spila og spila, scrimma og scrimma og svoleiðis þjösna sér út á móti gaurum sem eru flestir jafn góðir og þeir. Nema leikurinn þeirra yrði “nörfaður” (núna glottir í gambler. Nörf er þegar það er dreginn kraftur úr einhverju. Sbr: byssu, launum osfr) í klessu.
Í keppnum þá yrði EKKERT nörfað. Allir yrðu jafnir. Það þýðir að þeir sem eru búnir að spila undir VERRI aðstæðum og væru í raun á hærra leveli myndu svoleiðis BLÍVA á móti minni klönum.

Hægt væri líka að raða í brackets eftir klan-styrkleika. Þetta myndi t.d. seed-a sterkari lið ofar í keppnum(sbr: MurK yrði seedað automatic inn á einhvern stað, SiC, Love Drake osfr líka)

endilega segið eitthvað af viti um þetta. annað en bara “hahah þú ert skonsa” eða eitthvað vit-grannt. Og hvað gæti verið að þessu kerfi ;)