Sælir!

Hann Gotti vinur minn færði mér þessi skelfilegu tíðindi áðan á irc-inu. Ég ætlaði ekki að trúa honum. Hélt hann væri að bjánast í mér. En svo fór ég inn á ifrags.com, einu sinni sem oftar, og þá birtist þessi tilkynning við stefið úr kvikmyndinni “The Sting” - og nú allt í einu hljómaði lagið einsog útfararsálmur:

"iFrags.com þakkar fyrir sig !
2000 - 2002

Ég vil nota tækifærið og þakka öllum þeim sem sýndu iFrags áhuga og
aðstoðuð við uppbyggingu þess t.d. með góðum ábendingum.

Kærar þakkir og bestu kveðjur,
[TVAL]Cisco-Gunni a.k.a. [TVAL]Dmitri
gunni@iFrags.com“

Ég er einn þeirra sem fór oft og iðulega inn á ifragsið mér til skemmtunnar, gagns og gamans. Vissulega varð maður oft var við einhverja cs-töffara, t.d. hér á Huga, sem voru með hausinn uppí rassgatinu á sér og þóttust of merkilegir til að virða þetta þarfa fyrirbæri viðlits. ”Huhh, ifrags sux, ekkert að marka.. blabla.. blu…" Þessa sömu menn hef ég hins vegar oft staðið að því að forða sér einsog eldibrandar af serverum skömmu áður en borðum lauk, þ.e. ef þeim gekk ekki nógu vel. Hvers vegna? Jahh, spyr sá sem ekki veit.

Ég ekki í nokkrum vafa um að iFrags-gagnabankinn á sinn stóran þátt í að skjóta stoðum undir cs-iðkun á Íslandi. Þarna mátti finna ýmsar upplýsingar og skoða tölfræði í tengslum við eitt og annað sem við kemur þessu áhugamáli. Ég er einn þeirra sem mun sakna ifrags og vil nota þetta tækifæri til að þakka Cisco-Gunna fyrir að leyfa þessu að malla þó þetta lengi. Ekki veit af hverju hann lokaði sjoppunni og væri gaman að heyra ef einhver veit ástæðuna? Um leið vil ég skora á hann, ef þess er nokkur kostur, að opna á nýjan leik.

Bestu kveðjur,

[GGRN]Rooste