Í dag hefur formlega starfsemi sína nýtt klan sem stofnað er af meðlimum úr VIT, EN og gRiD.

gRiD hefur verið óvirkt í fleiri mánuði, en við þennan samruna verða VIT og EN einnig óvirk (og hreinlega spurning hvort eitthvert þessara klana mun nokkur sinni lifna aftur við).

Nýja klanið nefnist FORT:IS, sem er svona leikur með orð, þar sem FORT er fyrir Team Fortress og IS fyrir Ísland, hinn möguleikinn í orðaleiknum er fortis sem er latína og þýðir styrkur (þeir sem þekkja eitthvað til Ólypmíuleikanna kannast væntanlega við mottóið sem er á latínu og er “Citius, altius, fortius” eða “fljótar, hærra, sterkar”).

Sem einn þeirra VIT meðlima sem hafa ákveðið að ganga ekki í nýja klanið (tímaskortur) óska ég FORT:IS gæfu í komandi stríðum.
Summum ius summa inuria