Fyrir nokkrum vikum ákvað ég að CS væri búinn að renna sitt skeið í lífi mínu. Ef ég spilaði á public var það sjaldan gaman, og aðeins gert fyrir æfinguna. Skrimmin voru ekkert sérstaklega skemmtileg, og oft var rosalegt vesen í kringum hvert einasta skrimm, hvar sem ég var.

Á endanum fór ég úr klaninu, og lagði CS á hilluna.

Þetta gekk svosem ágætlega. DoD tók við í lífi mínu, og ég farið að spila Alpha Centauri og álíka leiki aftur í þeim frítíma sem ég hef milli menntaskólans.

Fyrr í dag breyttist þetta hinsvegar. Inn á irc rás nokkra kom náungi sem ég þekki lauslega, og samtalið einhvernveginn snerist uppí svindl í tölvuleikjum, og svo CS. Ég er sjálfur mikið á móti svona löguðu, og reyndi að fá hann ofan af ákvörðun sinni að fara svindla í CS. En allt kom fyrir ekkert, hann þverneitaði, og gerði barasta betur. Hann gaf mér nokkra linka.

Ég þverneitaði, en get ekki neitað að ég var mjög forvitinn um hvernig þetta væri, wallhack og svoleiðis. Ég hef oft lesið um svona og séð fólk á serverum nota þetta, en aldrei prófað sjálfur. Þannig að ég lét slag standa, keyrðu upp OGC 9.x og henti upp PodBot.

Þetta var allt frekar slappt. Eftir smá tíma sá ég ekki lengur muninn á vegg og auðu svæði, og skaut barasta í gegnum allt, hvað sem það var. Eftir nokkrar rounds, fékk ég nóg, og fór útúr leiknum.

Það væri gott að segja sögu lokið hérna, en því miður er það ekki raunin.

Freistingin var of mikil, og í einhverju vitleysiskasti skellti ég mér á breskan server með OGC brunandi í bakgrunninum. Eftir tvær umferðir, þá fékk ég nóg af sjálfum mér. Hugsunin um hitt fólkið sem var ekki að svindla minnti mig á hversu mikið ég hataði svindlara. Með miklum erfiðleikum tókst mér að draga mig úr leiknum, eyða möppunni með OGC og henti út CS möppunni til öryggis, með öllum mínum buyscripts, spes configs og öllu.

Ég veit ekki hvort freistingin og forvitnin muni grípa mig aftur, en líkurnar eru mun meiri en áður nú þegar ég hef prófað.

Ég hvet alla til að láta þetta vera. Ekki freista púkans, látið OGC vera krakkar.