Nú styttist óðfluga í skjálftann góða, þar sem ungir og hraustir menn sýna ótrúlegan leikskilning og þvílíka hæfileika í öllum okkar uppáhalds tölvuleikjum (og Action-quake). Skiljanlega er þessi grein þó aðallega um CS hluta mótsins, sá hluti mótsins sem er langstærstur.

Fréttaflutningur af skjálfta helgina sjálfa hefur verið að skornum skammti hingað til. Skiljanlega, menn eru annaðhvort uppteknir við að p1mpast eða keppa, og erfitt að vera eitthvað að hugsa um umheiminn á meðan. En eftir að ég prófaði að vera ekki á skjálfta, og reyna að fylgjast með honum, fannst mér að þess væri vel þörf að menn myndu fá að vita betur hvað væri að gerast. Þessvegna er stefnan að reyna okkar besta til að bæta úr þessu í þetta skiptið.

Mun undirritaður, ásamt [.Love.]StOrMuR og sinai úberadmin/ofurhetju, reyna sitt besta til að koma til ykkar sem heima sitjið öllu sem þið þurfið að vita. Úrslit leikja jafnóðum, Demo(ef aðstaða verður til að koma þeim á netið), viðtöl við leikmenn, myndir af vettvangi og margt fleira. Markmiðið er að reyna að færa skjálftann heim í stofu til þín.

Verður þetta gert í samvinnu við Slay q3-owner dauðans, sem er án efa einn þekktasti eSports-fréttamaður okkar hér heima sem og á erlendri grundu, ef ekki sá langþekktasti. Hann mun koma fréttum af CS-hluta mótsins á erlenda grund eftir bestu getu.

Fréttum mun verða dreyft á þetta netsvæði hér (hugi.is/hl) sem og www.counter-strike.is, sem hefur legið í dvala en mun vakna á næstu dögum, allavega fram yfir skjálftahelgina. Einnig verður sagt frá úrslitum og fréttum, sem og fregnum af ástandi á demoum og irc-scorebottum og fleiru, á irc rásinni #cs.is . Ég mæli með að fólk komi þangað og spyrji ef það hefur einhverjar spurningar um skjálfta og fleira, ég mun gera mitt besta til að vera viðstaddur á rásinni til að svara.

Ég vona að þetta framtak verði vel metið, og eigi eftir að takast hjá okkur. :)

Að lokum vill ég óska ykkur öllum góðs skjálfta, and may the best team win. GL HF!

[.Love.]Zenith
p1mp
sxqwsqwsqwsqwsqw