Jamm, nú kemur, aldrei þessu vant, grein um DoD. Þessi snýst aðallega um framtíð DoD sem að, með útgáfu Betu 3.0, fór í samstarf við Valve, eins og CS gerði forðum. Þetta fær mann til að hugsa hvort að það verði hugsanlegt að DoD fari í retail, þ.e. að hann verði seldur í búðum, eins og er gert við CS núna. Það er ekki hæst á mínum óskalista, enda kom heilt flóð svindlara og 12 ára hormónaverksmiðja með hommafóbíu inn í CS menninguna, og er hún ekki svipur hjá sjón lengur, en það er annað mál.

Nú er eð velta fyrir sér hvort að DoD muni ekki fá hjálp við að laga hluti sem að þeir hafa verið á vandræðum með hingað til. Meðal annars þriðju persónu “muzzle flash”, blossar frá byssunum, sem að DoD liðið hefur lent í vandræðum með.

Ef að þú lítur í class.txt fælinn í dod fólderinu þá sérðu “Future British weapons go here…” sem að þýðir að loksins fáum við nýja þjóð í DoD! Þá munt þú spila sem Breti í sumum möppum og sem Ameríkanar í öðrum. Svo getur maður alltaf vonast eftir Kanadamönnum sem Allies og Ítölum sem Axis.

Einnig mun BAR fá “bipod” (eins og MG og FG42 eru með).

Gömlu spilaramódelin (Hvernig leikmenn líta út) í dod_ möppunum munu verða uppfærð og látin líta jafnvel út, ef ekki betur, en para_ módelin.

ALLAR hreyfingarnar, já, ALLAR með tölu verða endurgerðar fyrir 4.0. hreyfingar eru þá hvernig þær hreyfingar sem að þú sérð spilarana gera, t.d. þegar einhver leggst niður.

Ný möpp eru á leiðinni, para_ramelle2 er að koma, því er gerbreytt og það er miklu flottara en dod_ útgáfan. dod_thunder2, eða dod_donner, er líka á leiðinni, og það lítur ótrúlega út. svo er dod_stuka, sem að er custom mapp sem að lítur frábærlega út, og hver veit nema það verði official. Og auðvitað fleiri para_möpp. Og síðast en ekki síst, SEG4! WOOOOOOOOOHOOOOOOOOOO! Seg3 var uppáhaldsmappið mitt í gamla DoD 1.3b. :D

Og ný vopn! Í sprite folderinu í dod möppunni er hægt að finna sprites fyrir Walther P38 og MP45. P38 var skammbyssa sem var lík Luger skammbyssunni sem að er í DoD núna, nema að hún var algengari og minni. MP45 er mjög lík MP44 eða StG44 eins og hún heitir nú í alvöru.

Og ef að þú lítur lengra oní DoD möppuna, þá finnuru texta fyrir svona “Hazard Course” eða single player training fyrir nýliða.

Og svo er DoD Single Player borð (fleirtala) á leiðinni! Gert eftir Band of Brothers þáttunum. Mér skilst að Waldo, sem að er einn af DoD liðinu, sé að gera þetta með öðrum.

Og svo er það að munnar spilarana hreyfast þegar að þeir nota mic og voice commands.

Svo að nú er björt framtíð DoD fyrir hendi, sérstaklega ef að hann verður fluttur yfir á Condition Zero vélina, eða TF2 vélina þegar (og ef) hann kemur út. Viva la DoD!
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane