Cyberathlete Professional League mótið byrjaði í gær í Dallas í Bandaríkjunum með glæsilegri opnunarhátíð þar sem fram kom meðal annars Moby, og svo tvær tiltölulega óþekktar hljómsveitir. 1400 manns skráðu sig inn á mótið (áhorfendur aðallega) fyrsta daginn sem er met hjá CPL, aðeins 500 gerðu það á mótinu þeirra í desember. Angel Munoz, eigandi CPL, hélt einnig áhrifamikla ræðu við opnunina.

Þess má geta að tölvurnar sem notaðar verða í official Counter-Strike keppninni eru í boði Intel, og svona eru þær öflugar: 2.4GHz Pentium 4 CPUs, 512MB RDRAM, og GeForce 4 Ti4600 video kort og Sony/Samsung 21“ skjái.

Það er einnig hægt að koma með sína eigin tölvu (sem væntanlega aðeins kanarnir nýta sér) og verða haldin einhver sér mót fyrir þá sem eru ekki að keppa í official Counter-Strike mótinu en komu með sína eigin tölvu á staðinn. Einnig er keppt í öðrum leikjum en Counter-Strike þó að það sé lang stærsta keppnin, og svo fullt af öðrum uppákomum sem eru sponsoraðar af leikja/tölvu fyrirtækjum um allan heim (þannig að áhorfendum ættu ekki að leiðast).

Svo byrjar fjörið í dag, sunnudaginn 21. Júlí, klukkan 10 CST (sem er ca um 15-16 leitið hér). Fyrir mótið var hægt að vinna sér inn svokallaðan ”autoberth“, sem fleytir liðið beint inn í 64 liða bracketið. Hin liðin sem náðu ekki að vinna sér þetta autoberth keppa klukkan 10CST um sæti í þessu 64 liða bracketi. Það er aðeins spilaður einn leikur (í Dust2) í qualifiernum þannig það er bara að duga eða drepast. Síðan verður winners og losers bracket í 64-liða ”aðal-keppninni“.

64 liða keppnin byrjar svo klukkan 7PM CST (ca um miðnætti hér) og verður leikin ein umferð. Annars er hægt að sjá allt ”schedulið" hér http://www.thecpl.com/summer/csschedule.htm , en tímarnir eru í CST, þannig að það er 5-6 tíma munur miðað við Ísland.

Hérna er listinn yfir seedið á þeim 32 liðum sem fengu autoberth inn í aðal keppnina í Counter-Strike:

1. Esports United
2. SK
3. TSO
4. GoL
5. DoP
6. mTw
7. rs
8. TAU
9. GX
10. 3D
11. Spacebar
12. Infinity Esports
13. zex
14. firstwave
15. steel breeze
16. nerve
17. simply wicked
18. darkside
19. g3x
20. fzer0
21. bravado
22. Punto
23. GVC
24. playboy
25. FMJ
26. rival
27. pinnacle
28. b4m
29. exponential
30. generations
31. cswat
32. potluck

Þess má geta að Esports United er sænska clanið Nordic, þeir urðu að breyta um nafn út af sponsorum. Infinity Esports er síðan breska klanið sem hét einu sinni 4kings. 3D er svo aðallega mannað af ex-X3 playerum, og SK.sca er byggt upp af aðallega ex-NiP playerum (í 3D er byrjunarliðið: Ksharp, Rambo, Bullseye, Jaden, Dabears; byrjunarlið Sk.sca inniheldur meðal annars Potti, Heaton og Xeqtr úr gamla stórveldinu NiP).

Gaman verður að fylgjast með baráttu evrópsku og bandarísku liðanna, en eins og flestir muna þá komu evrópsku liðin á óvart á seinasta CPL mótinu sem haldið var í desember síðastliðinn, þar sem evrópskt lið vann mótið og 3 af 4 efstu liðunum voru frá skandinavíu, sem er svolítið merkilegt í sjálfu sér. Ná evrópsku liðin eins góðum árángri núna? Það er mjög erfitt að segja til um, og þori ég engan vegin að spá til um úrslitin á þessu stigi mótsins.

Annars er Nordic með flott lineup sýnist mér af “óstaðfestum fregnum”, svipað og sænska lineupið sem gjörsamlega valtaði yfir Þýskaland 39-9 í Nations Cup (þeir áttu víst að vera nokkurn vegin B lið Svía móti A liði Þjóðverja). Enda eru þeir settir #1 á seedings listann (þó frekar vegna gengi þeirra í CPL mótinu í Cologne, þar sem þeir höfðu samt ekki sama lineupið). Hvernig þeim gengur á móti stórstjörnunum í Sk.sca og 3D er erfitt að segja til um. Svo er það náttúrulega TSO og mtw sem ég veit minna um, en TSO hafa verið með frábært teamplay og plön sem hafa haldið þeim á floti í bandarísku online deildinni, eru þar ósigraðir síðan fyrir seinasta CPL mót. Geffon (moto) heldur þeim aðallega á floti finnst mér, en hann var sparkaður úr X3 á sínum tíma fyrir að vera of lélegur. Yrði gaman að sjá hann vinna svo “nýja” X3 (3D). Einnig er Kane stórt nafn í þessu TSO liði, en hann mætti ekki á seinasta CPL mótið út af of mikilli Daoc spilun að mér heyrðist, en hann var einn besti maðurinn í gamla TAU liðinu á sínum tíma.

Eins og ég sagði þá veit ég lítið um þetta mtw lið, þetta er ekki sama lið og keppti undir mtw.gol á seinasta CPL, en hvort það hefur svipað lineup og mtw liðið sem tapaði í úrslitunum á WCG keppninni í Kóreu í desember veit ég ekki. En það hefur allavega verið að gera mjög góða hluti í Evrópu nýlega, unnu meðal annars Clanbase Eurocup mótið fyrir stuttu.

Svo eru það náttúrulega lið fyrir utan Evrópu og Bandaríkin/Kanada sem keppa á þessu móti, t.d. g3x sem er frá brasilíu og margir spa góðu gengi á þessu móti, þeir frá Brasilíu spá þeim sigri amk ;P. Þeir unnu allega mót með ca 350 liðum eða svo í Brasilíu, þannig að fjöldinn af spilurum vantar ekki þar.

Jæja þetta er komið nóg í bili, væntanlega fáiði að sjá fleiri updates af þessu móti á næstu dögum, ef ekki frá mér þá frá einhverjum öðrum.