Jæja, þá er komið að 3. umferð TCS2.

Spilað er de_inferno.

Í þessari umferð ætla ég að spá fyrir úrslit hvers leiks.

Allir að muna að taka Screenshots og recorda Demos eins og venjulega.



A-Riðill:

LORD 24 - 0 MurK-B - (tcs2)
- MurK-B ekki verið að ná í lið og búnir að forfeita báðum leikjum sínum til þessa, býst við því sama í þessari umferð.

HIGH 4 - 20 NeF - (tcs3)
- NeF ekki kannski verið að sýna hvað þeir geta til að byrja með, búnir að vinna DeWalt og GEGT1337 mjög naumt, 13-11 báða leikina. Þeir munu samt fara nokkuð illa með HIGH menn í þessari umferð.

Dc 5 - 19 SiC - (tcs4)
- Mitt lið, SiC, hafa eins og við mátti búast unnið báða sýna leiki nokkuð auðveldlega. Dc eru samt engin lömb að leika sér við og munu ná 5 roundum. ;)

DeWalt 8 - 16 VON-2 - (tcs5)
- DeWalt töpuðu naumt fyrir NeF 13-11 í síðustu umferð og munu örugglega koma brjálaðir til leiks í kveld. En VON eru alltaf seigir og munu taka þetta nokkuð örugglega.

DON 6 - 18 Hate - (tcs6)
- Hate búnir að taka 2 fyrstu leikina sýna, en DON búnir að vinna einn á forfeit og tapa einum. StoneM og félagar munu vinna þetta örugglega.

GEGT1337 13 - 11 GGRN-Leibstanarte - (tcs7)
- GEGT1337 er eitt svalasta clan Íslands og munu sýna í kvöld hversu góðir þeir í raun eru. GGRN eru samt seigir að venju og mun þetta verða HÖRKU slagur. ;)

LSD, situr hjá.



B-Riðill:

ASNI 14 - 10 Senior - (tcs8)
- ASNI er líka eitt mesta töffara clan íslands og munu koma til baka í kvöld eftir stórt tap fyrir MurK í síðustu umferð. Senior hinsvegar tóku MOD með ágætis mun í síðustu umferð. ASNI mun taka þetta í spennandi leik.

MurK-A 24 - 0 STOP - (no game)
- STOP eru hættir.

MOD 15 - 9 TVAL - (tcs10)
- MOD töpuðu fyrir Senior 15-9 í síðustu umferð og munu endurheimta þá tölu í kvöld, TVAL hafa ekki verið að sýna sig neitt en munu samt ná að henda inn nokkrum roundum.

Corpse 2 - 22 UN - (tcs11)
- Corpse búnir að fá eitt forfeit og tapa einum á forfeit einnig. UN munu taka þetta nokkuð létt, ef Corpse mæta þá með lið til leiks þ.e.

Drake 14 - 10 VON-1 - (tcs12)
- Ég hef satt að segja voðalega lítið fylgst með Drake, en þeir hafa alltaf verið flottir fyrir ótrúlegu módem skillzin sín hér um árið. VON verið að missa einhverja menn frá sér núna en munu samt koma sterkir til leiks og reyna að taka sigurinn. Drake munu taka þetta naumt eftir spennandi leik.

GD 2 - 22 Love - (ATH: BREYTING, tcs1)
- Love tóku VON-1 nokkuð örugglega í fyrstu umferð og sátu svo hjá í þeirri næstu, GD hinsvegar búnir að vinna einn og tapa einum. Eins og flestir búast við mun Love taka þetta mjög örugglega.

GGRN-Das Reich, situr hjá.



Ég vill svo nota tækifærið og hvetja menn til að vera með fleiri IRC-Bots og endilega ef þeir geta verið með HLTV, og þá láta okkur vita eins og alltaf. ;) Þeir verða þá auglýstir á #tcs.2

IP-tölur:

TCS1 = 194.105.226.114:27015 : rcon og password: tcs1
TCS2 = 194.105.226.117:27015 : rcon og password: tcs2
TCS3 = 194.105.226.117:27025 : rcon og password: tcs3
TCS4 = 194.105.226.117:27035 : rcon og password: tcs4
TCS5 = 194.105.226.117:27045 : rcon og password: tcs5
TCS6 = 194.105.226.116:27055 : rcon og password: tcs6
TCS7 = 194.105.226.116:27025 : rcon og password: tcs7
TCS8 = 194.105.226.116:27035 : rcon og password: tcs8
TCS9 = 194.105.226.116:27045 : rcon og password: tcs9
TCS10 = 194.105.226.115:27035 : rcon og password: tcs10
TCS11 = 194.105.226.115:27045 : rcon og password: tcs11
TCS12 = 194.105.226.115:27055 : rcon og password: tcs12

Server Config:
<a href="http://www.dvddiskurinn.com/siggir/tcs/tcs.cfg">Click to Download !</a>

Óskum öllum leikmönnum og clönum góðs gengis í leikjum kvöldsins.

Fyrir hönd Thursinn Counter-Strike,
Sigurður R.H.
TCS|Siggi
Sigurður Helgason