Nú í nótt(22. Júní) vorum við Garfield ásamt fleirum að rifja upp CS menninguna eins og hún var í ‘gamla daga’.

Ég persónulega kynntist CS menninguni í betu 4. Þegar allar byssur voru með svona zoomed aug/commando miðara. Þær skutu næstum allar beint á punktinn og slógu lítið sem ekkert.
Ég man voðalega lítið eftir tímabilinu frá betu 4 til betu 5.2. Að mínu mati ‘Ónaði’ beta 5.2, P90 var sérstaklega minnisstæð. 100 skot í klippuni og hún hitti alltaf á punktinn, gerði meiri skaða en colt, auk þess að skjóta tvisvar sinnum hraðar en núna. Það var t.d. alltaf sérstök stemming yfir cs_siege, allir kanínuhoppandi með awp, í þá daga þurftiru ekki að standa kyrr til þess að hitta. Svo kom <a href="http://www.ifrags.com">iFrags</a>, sem [TVAL]Cisco-Gunni stóð fyrir/Stendur fyrir. Mér persónulega fannst iFrags skemma svolítið, allir byrjuðu að altnicka til að vera örugglega með gott skor á iFrags. Talandi um TVAL, á þessum tíma átti TVAL Counter-Strike á íslandi, bræðurnir Spaz, Tilt og ****Stebbi****(Gæti skeikað einhverjum stjörnum) voru allir í því auk margra þekktra ónefndra nafna sem gleymast seint. Nú er TVAL bara, eins og Garfield sagði, skugginn af gamla klaninu. Einnig fannst mér skemmtilegt hvað spilarar báru miklu frekar virðingu fyrir hvor öðrum þá en þeir gera í dag. Maður var stoltur af því að bera clantag og það var almennt ekkert bitch á serverum. Svo var auðvitað líka gaman þegar þú ‘náðir’ pinginu niður í 90-100 á gamla góða 56k-a módeminu. Nú til dags er eiginlega bara leiðinlegt að spila á publik, það er nánast undantekningarlaust á FF serverum að einhver grensar spawn eða eitthvað álíka.
Víkjum okkur að Betu 6, þá komu nú magnaðar breytingar! Steyr Aug og Ingram Mac 10 komu inn í leikinn auk AS(Assasination) og ES(Escape) borðunum að ógleymdri reyksprengjunni. Mér finnst einnig að það ætti að taka AS og ES upp aftur á serverunum… Mjög gaman að spila ES sem Terrorist til dæmis. Ég spilaði það yfirleitt þannig að ég reyndi að láta bara ekki sjá mig. Sum taugatrekkjandi augnablik þegar maður stóð í einhverju horni og vonaðir að þessir 3-4 CT-ar sæju þig ekki, svo þú kæmist nú á leiðarenda því engin leið var til þess að ‘kappa’ þeim öllum með glock :).
Í betu 6 kom líka annar miðari, aug/commando miðarinn fór, og þessi ‘Rainbow Six like’ miðari kom í staðinn.
Í betu 7 voru líka miklar breytingar. Scopið var tekið af Coltinum og settur einhver asnalegur skrúfanlegur hljóðdeyfir á. Fyrst um sinn eftir að Beta 7 var komið á servera, þá sökkuðu allir!
Svo var líka tekinn þessi misheppnaði laser miðari af USP(Stóra stykkið undir henni muniði..) og settur skrúfanlegur hljóðdeyfir í staðinn, svo minnir mig að beta 7.1 og 7.2 hafi aðallega verið bugfix. Endilega leiðréttið mig ef það er rangt.

Svo byrjar ballið.
Counter-Strike betu stigin klárast og version 1 kemur út. Þá fór maður að verða var við það að virðing spilara hver fyrir öðrum var að fjara út, þó svo að þeir sem hafi reynslu af leiknum hagi sér eins og menn. Þá fór maður að sjá svona skítakomment. sbr. hommi, faviti, halfviti o.s.frv.
Nýliðar(núbbar) hættu að bera virðingu fyrir Simnet - Pro servernum. Það hafi tíðkast að aðeins ‘Vanir’ spilarar fóru inná hann. Og aðrir báru virðingu fyrir því.
En eftir vs. 1 hafa orðið litlar breytingar… Bara einhverjar balanceringar o.s.frv.

Svo við förum enn nánar útí CS menninguna í ‘Gamla daga’ þá var hún mun skemmtilegri þá en í dag. Nú eru serverarnir oft fullir af fólki sem bitcha bara og rífa kjaft. Kallandi hvort annað fragstelara og svoleiðis. Eitt enn, það er ekki til neitt sem heitir fragsteal. Ef þú drepur ekki gaurinn, þá áttiru aldrei fraggið. Simple as that.
Svo ég bitchi nú aðeins meira(Þetta er alveg að verða búið :) þá er þetta með þessi klön farið að fara útí öfga. Svo ég vitni nú í froztwolf, ‘Klön fjölga sér hraðar en kanínur og deyja fljótar en n00b rushandi með UMP’. Þá voru menn eins og ég sagði áðan, stoltir af því að spila undir clantaggi. Nú sjá love menn t.d.(Ég hef alltaf litið svoldið upp til þeirra ;) bara á server, ‘Má ég joina love?’
Svoleiðis kjaftæði var ekkert í gangi þá, og þá byggðist leikurinn ekki svona mikið á fröggum eins og í dag. Ég kenni iFrags um.
En nú er ég búinn að tuða nóg og hef vonandi kennt einhverjum eitthvað, ef ég er að segja einhverja vitleysu, endilega leiðréttið það og ég bið ykkur að afsaka það. Klukkan er hálf 7 á laugardagsmorgni.

Takk fyrir mig.
Sölvi Páll Ásgeirsson / kleppari
Sölvi Páll Ásgeirsson