Sælir Hugarar ..

Jæja undanfarinn misseri hefur verið mikið af “mógunum” í garð hugi.is/hl admina.

Sko, sumir hafa sagt að adminarnir séu of viðkæmir en það er einmitt ekki þannig.

Tökum sem dæmi, að þú lendir í snjóflóði, það grafi þig upp gaur sem er í sjálfboðastarfi, og þú segir, “já þú hefðir getað passað að skóflan myndi ekki rekast í mig, og hefðir mátt vera fljótari” eða s.s gert þetta betur.

Málið er að adminarnir zlave og sinai eru að þessu vegna þeir elska leikinn og hafa gaman að því að hjálpa við hann.

Það er svoleiðis með alla.

En gamanið er nú stutt þegar allir segja við mann móðgandi og illa sögð orð.

Þessir tveir adminar sem eiga hrós skilið, sinai og zlave*, eiga ekki að hlusta á þetta að mínu mati.

Þeirra starf er í miklum metum hjá mér og svo margra annara held ég.

Þið vitið að fólk á erfitt með að viðurkenna hluti og þakka stundum fyrir.

En síðan er alltaf fullt af thursum til(er samt ekki að kalla neinn af ykkur thurs) .. en ef það eru thursar sem eru að thursast, ekki hlusta.

Sinai og zlave* comeback, ykkar starf er í miklum metum.

Eins og Don_calo sagði með replyin við “skjálfti” póstinum, ef Sinai og zlave væru hérna, hefði komið strax svar við þessu.

Þeir eru einu ábyrgu gaurarnir sem nenna þessu.

Annars er samt hellingur af góðum adminum hérna.

Gl&hf ..

BTW ljót undirskrift hjá mér :]