Top 10

1.TP.Tropadeleet

-Eldjarn
-kruzer
-Ofvirkur
-Auddzh
-syi
-Furious

Langbesta lið íslands á þessari stundu. Liðið samanstendur af leikmönnum úr gamla tct og Mod.ice eins og flestir vita
en þeir hafa gjörsamlega slátrað öllum íslensku mótunum og lönum síðan í byrjun 2010. Liðið fór til Danmerkur á DSRACK og töpuðu
mjög tæpt á móti sterkum liðum eins og mTw, SpeedLink og danska dynamic liðinu en þeir voru liðið sem kom held ég mest á óvart
á þessu stóra lani. Þeir eru að gera það gott meðal betri liða og hafa t.d unnið CKRAS sem vann síðasta stóra lan úti, en þar voru nánast
öll bestu lið heims nema VERYGAMES. Þeir eru komnir með nýjan meðlim sem er Þorlákur “Furious” Dagbjartsson en hann er ekki enþá
búinn að spila official leik með liðinu en á örugglega eftir að gera það ágætt með liðinu, óskum honum góðs gengis.

2.Vera Causa

-zim
-DethKeik
-syntex
-ChozeN
-dannoz
-viruz
-hejhej hundene

Nýtt lið sem hefur verið að gera það ágætt online, samanstendur af leikmönnum úr cust og tropa.
Þeir eru að gera það ágætt í ESL og eiga meðal annars séns á að spila á móti SpeedLink ef þeir vinna sinn næsta leik,
en SpeedLink er top EPS lið í þýskalandi. Vonandi geta þeir farið að stríða tropa mönnum því þeir eru búnir að
dominate-a toppinn alltof lengi núna.

3.myth

-hybrid
-ingibje
-INTRM
-wacko
-TriKey
-arcas

Mjög sterkir leikmenn sem hafa spilað saman í langan tíma. Hafa verið meðal toppliða íslands í einhver ár núna
og alltaf gert góða hluti bæði online og á lani, tel þá geta gert betur en metnaðurinn er ekki til staðar.
Eiga klárlega séns á sæti ofar ef þeir verða active aftur.

4.SYNICAL.oQ$

-fireiroN
-snakki
-le0
-mucho
-Nox
-dell1
-INTRM

Mjög sterkt lið með björtustu framtíðina að mínu mati þar sem elsti gaurinn er 94'. Þeir hafa verið að
standa sig vel í bæði ESL og ED samkvæmt þeim síðum, gerðu ekki alveg nógu vel á síðasta lani en komu
til baka með nýtt lineup og unnu meðal annars Ten5ion og Rasta í EAS nordic.
Flott lið sem á klárlega skilið fjórða sætið á listanum.

5.TEN5ION

-Capping
-aNdrehh
-Reynz1
-feiMuzz
-skipid
-ShowmaN

Sterkt lineup sem getur gert betur, það vantar “Stable” spilamennsku finnst mér hjá þeim en það hafa verið ýmsar
lineupbreytingar eftir lanið sem þeir stóðu sig mjög vel á, enduðu í 4. sæti eftir að hafa tapað mjög tæpt í overtime
á móti myth. Eftir lanið hafa þeir ekki verið að gera svo góða hluti, þeir töpuðu t.d á móti onlinequeens sem þeir unnu
2x ef ekki 3x á laninu og síðan urðu þeir inactive.
Gott lið sem á von á því að vera ofar ef þeir verða active aftur.

6.Rasta

-diaz
-MARVIN (legend)
-hKon
-fRimBó
-skarii
-hejhej hundene

Of miklar breytingar á liði, MisC rekinn og MARVIN (legendið) kom í stað hans, en hann kom virkilega á óvart á síðasta lani.
Solid lið engu að síður og flottur core sem kom virkilega á óvart á síðasta lani, þetta lið getur verið mun ofar
lista ef þeir verða meira active. Set þá í sjötta sætið vegna þess að þeir töpuðu á móti onlinequeens í EAS nordic og
þeir eru einfaldlega ekki nógu active enda eru þeir að leita að leikmanni.

7.Team Cock

-NiDaiMe
-eXpert
-pisc3s
-zinelf
-mercator
-sigfried
-Godmother

Nýtt lið á klakanum sem inniheldur kjarna tveggja liða sem voru maDa og OMG, en þau lið voru bæði á toppnum
fyrir einhverjum árum síðan. Þetta er sterkur roster sem gæti meikað það alla leið á toppinn ef þeir myndu
hafa einhvern metnað fyrir þessu, sem ég held að enginn af þeim hafi.
Þeir eru skráðir í onlinemótið og eru með háleit markmið í því og dugar ekkert annað en sigur fyrir þessa meistara.
Set þá ekki ofar á listann því þeir eiga eftir að sanna sig sem ég vona að þeir geri í onlinemótinu.


8.Shockwave

-GKR
-tMzy
-StraNgeR
-nwcredpill
-g3wz
-aNdrehh
-CaPPiNg

Nýtt lið sem inniheldur leikmenn frá gamla Shockwave og Ten5ion. Ef þetta lið fer að æfa slatta saman og gera góð strött sem ég á von á þá flýgur þetta lið upp listann.
Tel þá eiga góðan séns í top4 í næsta mánuði ef þeir halda áfram að spila active og fara í leagues eins og ESL og ED.
Flott lið sem á enþá eftir að sanna sig undir pressu.

9.Gayboy$

-Þrl1nzky
-Tantra
-Reynzeh
-Napp1
-Gabbi
-Reeact

Fun Arena kóngarnir ? Þetta lið er með bjarta framtíð en þeir eru glænýtt lið sem á eftir að sanna sig eins og nokkur önnur hérna á klakanum.
Vonum að þetta dugi lengur en mánuð svo þeir eigi séns á að vera ofar næst.

10.NOVOS.Natural

-poonx
-maxpayne
-bowzar
-T.H.F.H
-Narko
-Axel

Nýtt lið á klakanum sem á þó en eftir að sanna sig bæði online og á lani, en þeir ættu að geta eitthvað þar sem þeir eru komnir með sponsor og meira gúrmelaði.
Tel þá eiga góðan séns í nokkur lið fyrir ofan sig, en verða að sanna sig í onlinemótinu sem er að detta í gang.

ATH! Þetta er algjörlega mitt álit á þessu, fannst bara vanta svona lista þannig ég ákvað að smella einu stykki saman:)
og já ef fólk er jákvætt gagnvart þessu og þetta kemur fleiri liðum í gang þá skal ég glaður gera þetta mánaðarlega.

MBK. Alexander “hejhej hundene” Guðmundsson
Make it idiot-proof, and someone will make a better idiot.