Drengir mínir og stúlkur!

Það þarf oft meiri spádómsgáfu en lestrarkunnáttu til að átta sig á þeim skilaboðum sem menn þykjast vera að koma á framfæri hér á þessum korkum. Ég hef verið að þæfa mig í gegnum ótölulegan fjölda skeyta í tengslum við hann Zlave* okkar allra og eftir því sem ég kemst næst þá er atburðarrásin með þessum hætti:

1) Zlave* hótar að henda út öllum pósti þar sem verið er að biðja um hjálp varðandi ýmsar stillingar í cs.

(Þetta vandamál hefði reyndar verið hægt að leysa fyrir lifandis löngu ef hlustað hefði verið á góða menn sem margoft hafa bent á nauðsyn þess að koma á fót sérstökum tækni/hjálparkorki.)

2) Upp rís kurr og menn gagnrýna það að Zlave* setji fram þessa skoðun sína með svo afráttarlausum hætti og vilja jafnvel að Zlave hætti sem stjórnandi hér á Huga.

3) Einsog venjulega, þegar menn gagnrýna gjörðir Zlaves*, kemur fjöldi málsmetandi cs-ara fram á sjónarsviðið og krefjast þess að menn sýni Zlave* kurteisi því hann hefur gert svo mikið fyrir cs-ið á Íslandi. En það dugar þó ekki til að milda hinn einþykka Zlave* því…

4) Zlave* sendir frá sér stutta yfirlýsingu undir fyrirsögninni sem ekki verður betur skilin en svo að hann sé hættur sem stjórnandi hér á Huga því hann hafi sætt ósanngjarnri gagnrýni og hann eigi betra skilið.

Og hér koma þá spurningar:

1. Er það réttur skilningur minn að Zlave*, og reyndar Dreitill einnig, séu hættir sem stjórnendur hér á Huga?

2. Ef svo er, hvað breytist við brotthvarf þessara tveggja?

3. Er Sinai, sem áður var besti vinur aðal, orðinn aðal sjálfur?

4. Ef Zlave* og Dreitill eru hættir af hverju eru þeir þá ennþá titlaðir stjórnendur hér í dálki vinstra megin á síðunni?

5. Er þetta kannski bara allt í plati?

6. Er Zlave* líklegur til að endurskoða ákvörðun sína ef nógu margir skrifa nokkur orð um hversu frábær náungi hann er?

7. Mun þetta “hætt” Zlaves* hafa áhrif á störf hans í tengslum við Simnet-serverana?

Tja, ef einhver kann svar við þessum spurningum, þá væri sannanlega vel þegið að fá þau svör á borðið.

Kveðjur,

[GGRN]Rooste