Við erum afskaplega ánægðir að geta kynnt næsta mót Gamer sem verður haldið 4. - 6. febrúar að Síðumúla 32.
Skráning hefst 8. janúar og mun enda 28. janúar, 180 manns munu komast að þessu sinni.
Boðið verður upp á keppni í Counter-strike 1.6, Counter-strike Source og í fyrsta sinn munum við bjóða upp á Starcraft 2 sem hefur verið að ryðja sér rúm í LAN menningu landsins.

Fjöldi liða sem munu komast að í hverjum leik fyrir sig eru :

* Counter-strike 1.6 - 24 lið
* Counter-strike Source - 8 lið
* Starcraft 2 - 36 Einstaklingar

Athuga að þessi listi getur breyst þegar nær dregur

Mótsgjaldið verður 4.500kr.

Við munum tilkynna verðlaunir þegar nær dregur.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á vefsíðu okkar www.Gamer.is

Einnig viljum við óska öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.