Eins og sumir ykkar vita þá verður lanmót í Hvíta Húsinu á Selfossi þessa helgi, frá 26. júní til 28. júní. Það komast 100-120 manns fyrir og því verða 20-24 lið. Verðlaun verða í boði Músik og meira og einnig mun Tölvulistinn koma til með að styrkja þetta mót. Það kostar 2500 kall inn fyrir keppendur en 1500 kall fyrir aðgang að neti og rafmagni.

Það er verður 12mb net á svæðinu svo það verður lokað á torrent og annað sem tekur af hraða, þó verður að öllum líkindum opið fyrir flestar síður á firefox og msn. Einnig er beðið keppendur um að updatea steam áður en þeir koma á lanið (seinasta update var mánudaginn 22. júní). Verðskrá er ekki enn komin en það verður sala á pizzum og gosi og líklega einhverju öðru gotteríi. Einnig er sjoppa/bensínstöð rétt hjá.

Jozy mun sjá um CS mótið ásamt aðstoðarmönnum sínum og svo er núþegar búið að finna mannskap til að sjá um rafmagn, net og uppsetningu. Húsið opnar snemma á föstudaginn en mótið hefst kringum 19-20 á föstudagskvöldið og verður fram á laugardagskvöld. Það verður ekkert á sunnudaginn. Skráið ykkur nú á síðuna, skráning lokar eftir 24tíma og ef það nást ekki í kringum 100 manns þá verður hætt við keppnina.

Koma svo skrá sig http://www.hvita.is/skjalfti/skraning.asp