TheSGL Mótið - ATH - Reglur og aðrar upplýsingar! Hæ hæ.

Reglurnar fyrir mótið er neðst á þessari grein, þó er mikilvægt að lesa hana alla.

Þá er loks orðið fullt á mótið. Ekki örvænta samt því þú getur enn skráð liðið þitt, eina sem gerist er að þú lendir á biðlista. Svo ef eitthvað lið forfallast þá kemst liðið sem er efst á biðlistanum upp í deildina.

Athugaðu þó að þú verður að msga mig (ZiRiuS) eða eth á irc eftir skráningu, því það er enginn tími á síðunni sem við sjáum skráð lið, þannig því lengur sem þú tefur það að tala við okkur því líklegra er það að einhver komist fyrir ofan þig.

Það sem þú þarft að gera til að skrá þig á mótið er eftirfarandi:

Þú ferð inn á www.thesgl.com og skráir sjálfan þig. Eftir það ferð þú í “Control Panel” og klikkar á “Team Management”. Þar skráir þú liðið þitt, fyllir út allar upplýsingar og klikkar á “Register Team”. Eftir það segir þú restinni af liðinu þínu að skrá sig á síðuna. Þegar þeir eru allir skráðir þá ferð þú aftur í “Control Panel”, klikkar á “Team Management” og ferð svo í “Manage ”nafnáliðinuþínu“” og þar klikkarðu á “Invite new players”. Þar skrifarðu nafnið á liðsfélögunum þínum og sendir til þeirra allra. Þegar þeir samþykja það verða þeir færðir sjálfkrafa í liðið.

Eftir að þú ert búinn að skrá liðið þitt og alla leikmennina í það þá ferðu í “CS 1,6” hnappinn efst vinstra megin, klikkar svo á “Tournaments” og velur “Accepting Signups” sem er hliðina á “CS Season Ten Iceland”. Eftir að þú ert búinn að skrá liðið ferðu og talar við mig eða eth á IRC og segir okkur að liðið er skráð. Þá komum við og samþykjum umsóknina í mótið og þá er þessu ferli loks lokið :D.

Liðin sem hafa verið samþykkt á síðunni eru eftirfarandi:

team24s
dlic Gaming
Stoned assassins
celph
cuc
godlike
hyper
magNetic
ninjas
veni vidi vici
wrath
x/o
agaming
pandoras
gamers mind
fraction
f|ite
John Mcclane
the saints
cwd
awsM.Gaming
evil apes
suomalainen
seek N strike
teaM Asland
cadre

Þessi lið verða röðuð í Invite deild (fyrsta deild), Premium deild (önnur deild) og Champion deild (þriðja deild). 8 lið komast í Invite deildina, 8 lið í Premium deildina og svo 10 lið í Champion deildina.

Hérna eru nokkrar almennar reglur:

Það er ekki hægt að færa leiktíma, janvel þó bæði lið samþykja það.

Skyldunotkun er á SGLac forritinu (Anti-Cheat Client). Engar undantekningar! Forritið virkar vel í 99,9% tilvika af öllum sem nota það, það er engin ástæða fyrir okkur að gefa undantekningu á þessum reglum byggt á stillingum (eða að aðilinn getur ekki notað forritið) leikmannana, annaðhvort ertu ‘up to date’ í samanburði við aðra keppendur eða sleppir því að spila. Keppendur taka ábyrgð á því að forritið sé virkt áður en keppnin byrjar.

Leikmenn sem hafa leifar af svindlum á tölvunni þeirra fá umsvifalaust bann og allir leikir sem þeir hafa spilað enda sem forfit. Ef þú notar ekki svindl þá munt þú ekki vera gómaður með svindl.

Leikmenn með einhverskonar kóða sem stoppar eða truflar SGLac í að senda upplýsingar til mótshaldarar verða bannaðir án viðvörunar.

Stranglega bannað er að láta aðra leikmenn spila fyrir sig. Ef svoleiðis kemst upp mun leikmaðurinn verða rekinn úr deildinni og leikurinn tapaður.

Leikmenn sem taka þátt í þessari deild geta ekki tekið þátt í öðrum deildum á vegum TheSGL.


ALMENNAR REGLUR FYRIR ÞESSA DEILD ER HÆGT AÐ SJÁ EF ÞÚ KLIKKAR HÉR!
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius