TheSGL Mótið - Skráning á síðuna formlega hafinn! Hæhæ.

Ég vil afsaka hversu flókið þetta er orðið en núna fer þetta allt að skýrast.

Það er komin umfjöllun um íslensku deildina á TheSGL síðunni og hún segir:

Loks opnum við fyrir lið frá Íslandi og bjóðum við ykkur velkomin í deild fyrir Counter-Strike 1,6 hér á theSGL síðunni. Við bjóðum öllum íslenskum liðum að sækja um í þessa keppni þar sem þeim verður skipt í deildir með hjálp stjórnenda þessarar deildar.

Öll lið verða að hafa skráða að minnsta kosti fimm leikmenn - svo fyrir ykkur sem hafa skráð liðið ykkar en eigið eftir að bæta við leikmönnunum þá þurfið þið að gera það strax.

Okkur hlakkar til að stofna Invite og Premiership deild sem inniheldur átta lið í hvorum þeirra. Ef það skapast næg þátttaka verður kannski bætt við Championship deild.

Skiptingin á deildunum mun ráðast um leið og við vitum hversu mörg lið ætla að taka þátt. Til að hafa þetta áhugavert munu fjögur efstu liðin í Invite deildinni berjast um meistarasætið í “best of three” fyrirkomulagi, sá sem sigrar verður krýndur sigurvegari keppninnar. Neðstu tvö liðin munu svo detta niður í Premiership deildina.

Sigurvegarar Premiership deildarinnar munu svo komast upp í Invite deildina og liðin í 2-5.sæti munu taka þátt í undanúrslitum þar sem sigurvegarinn fær hitt lausa sætið um að komast upp um deild.

Með þáttöku annarra landa munum við svo tilkynna alþjóðlega keppni þar sem bestu liðin úr löndunum sem taka þátt í CS1,6.

Við munum líklegast hafa leikina vikulega á sunnudögum.

LIÐ SEM TÖLUÐU VIÐ MIG VERÐA AÐ SKRÁ LIÐIÐ SITT SJÁLFT Í SJÁLFA KEPPNINA HÉR: http://www.thesgl.com/cs/tournaments/288/signup/ !!!!!!!!!!!

Lið sem hafa hvorki talað við mig né skráð sig á síðuna geta enn skráð sig með því að klikka á linkinn sem ég var að peista! Mér þætti vænt um ef liðin gætu samt komið á #theSGL á IRC og látið mig vita af þátttökunni.

Takk takk og drullist á #theSGL á IRC!
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius