TheSGL Mótið - Maplist + síðast séns að skrá lið Hæ öll.

Ég kannski byrja á því að segja að ég hef tekið við af honum Ívani að halda utan um þetta mót. Ég hef verið í sambandi við gaurinn sem ræður flestöllu þarna og er flest allt orðið tilbúið svo þetta fer að nálgast skráningardag.

Núna er því orðinn síðasti séns fyrir lið að skrá sig í deildina ef þið viljið taka þátt. Það sem þið þurfið að gera er að fara á www.thesgl.com og skrá lið og leikmenn þar. Þegar því er lokið þurfiði að fara á IRC, finna mig (geng undir nickinu TheSGL|ZiRiuS á stöðum eins og #pcw og #thesgl) og tilkynna mér þátttöku ykkar, bara eitthvað einfalt eins og “hæ andri, við í blabla ætlum að taka þátt í sgl mótinu” og þá skrái ég ykkur í hátækni notepadskjal þar sem ég og restin af staffinu byrjum að raða ykkur niður.

Mikilvækt er að taka fram að lið sem hafa nú þegar skráð sig þurfa líka að tala við mig á IRC og staðfesta þátttöku!

En svo er það eitt að aðalatriðunum, það er búið að ákveða maplist og hann er svohljóðandi:

De_dust2
De_nuke
De_forge
De_tuscan
De_inferno
De_train

Þessi maplisti er final og þýðir ekkert að væla yfir honum, um að gera að fara og æfa sig fyrir þetta.

Minni samt aftur á að öll lið þurfa að tala við mig og staðfesta þátttöku, líka lið sem eru nú þegar skráð.

Takk og heyrumst late
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius