Núna um helgina er að hefjast Lan mót þar sem Kísildalur er aðal styrktaraðili mótsins. 4 bestu lið landsins voru boðið í án þess að þurfa að keppa um sæti. Þau lið sem boðin voru eru :

celph #celphtitled
seven #seven
nova #clan-nva
rws #rws

Á netinu var svo haldið 16 liða Qualifier mót. 4 efstu sætin þar fengu þáttökurétt á LANmót.is Invite 2009. Þau lið sem stóðu upp úr voru :

GamersMind #gamersmind.cs
Newtactics #newtactics
dlic #dlic
SharpWires #sharpwires

Það verður bæði riðlar og brackets!

Í þessari grein ætla ég taka stutta viðtal við Egil eth sem er að skipuleggja þetta mót og svo mun ég taka viðtöl við einn úr hverju liði.

——————————————————-

Fyrir hönd Lanmót.is Egill eth.

Sæll eth. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?
eth : Sælir, ég heiti Egill Þorláksson, er '89 módel og vinn við að búa til vefsíðu.

Nú er þetta fimmta Lan-Mótið sem þú vinnur við, í þetta skiptið er það Invite mót með þeim bestu 8 liðum landsins. Hvernig leggst þetta mót í þig ?

eth : Þetta leggst mjög vel í mig, ég hlakka til að sjá bestu liðin spila á litlu móti, þetta á að vera eins þægilegt mót og hægt er, verðum með gott specroom og fína aðstöðu þarna.

Hvað kostar inn á mótið, hvar er það haldið og hvenar verður það ?

eth : Kostar 1500 kr inn á mótið, það er haldið í gamla bókasafninu HFJ og húsið opnar kl 14 á laugardeginum. Keppni byrjar svo kl 15.

Hverjir eru að undirbúa og stjórna þessu lani ?

eth : Ég er að undirbúa það. Svo verðum við 3-5 þarna að stjórna, ég, gulli Cheng, pési HVK, bjarki Grisli, andri ZiRiuS

Hvernig er með veitingar og slíkt, verður hægt að versla sér mat, drykki og góðgæti ?

eth : Nei, það verða ekki veitingar á staðnum. Það er stutt í verslunarmiðstöðina “Fjörðinn”.

Er annað Lan-mót í smíðum sem þú ert að vinna í eða sem þú veist um ?

eth : Ég er ekki með neitt á dagskrá. Ég held að 88 gæjarnir séu að pæla í að hafa annað mót, en ég veit ekkert um það.

Hvernig er með verðlaun. Verður verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin ? Og hvað verður til verðlauna ? Á það kannski að koma í ljós ?

eth : Það er ekki á hreinu, það verða ekkert sérstök verðlaun og það verða aðeins verðlaun fyrir fyrsta sætið.

Eitthvað að lokum ?

eth : Ég hlakka til að sjá alla á laninu, sérstaklega GM, verður gaman að sjá hvernig þeim gengur.

——————————————————-

#newtactics Dredinn

Sæll Dredinn. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

dredinn: Ég heiti alfreð, kallaður freði og notast við ingame nickið dredinn da ice, ég spila með newtactics eða spilaði, ég er að verða 21 núna í april. Er ég í háskóla Íslands í lögfræði.

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

dredinn: Smart_guy , Lanzo , Dredinn , Goater og Felix

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

dredinn: Það var pæling að fara út rétt áður en við tókum okkur pásu, en það var engin áhugi fyrir því, ég og lanzo vorum einir sem voru áhugasamir að fara á mót í svíþjóð sem ég hafði skoðað.

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

dredinn: Held það sé ekki spurning að celph og seven verða sterkust á þessu móti. celph búnir að æfa mikið en seven með gríðarlega sterkt lineup. RWS vonar maður að standi sig, en þeir hafa verið að dala upp á síðkastið, en þeir eru mjög sterkir á lani.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

dredinn: Hreint út sagt, tel ég að ekkert lið eigi eftir að koma á óvart á þessu móti. Þetta verður solid mót. Með rws, celph, nova og seven í top4 sætum (ekki þessari röð)

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

dredinn: Hreinlega veit það ekki, eins og ég sagði í seinustu sp, tel ég að þetta verði solid mót.

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

dredinn: hmm… tel að Frikki rudolf gæti komið mjög á óvart … annars held ég að fearless á eftir að koma sínu liði langt.

Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

dredinn: dredinn á eftir að valda miklum vonbrigðum

Eitthvað að lokum ?

dredinn: Já hvet fólk bara til að mæta á lanið og heilsa mannskapnum, svo vill ég benda felix nokkrum að halda sér í landi í kringum lanið…. Svo er gnrz að fara boxa á sýn á næsta leyti meira info gnrz- á irc :)

——————————————————-

#nva stalz

Sæll stalz. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

stalz: Ég heiti Arnar Freyr Þorgeirsson, ég er 20 ára og ég vinn við hjólbarðarverkstæði Betra Grip

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

stalz: Það mun vera Stalz , JawR , FunKster , dripz og SkaveN

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

stalz: Ég hef voðalitla trú á því.

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

stalz: Nova vs Seven vona ég :D en þá get ég ekki sagt neitt þvi ég er ekki viss.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

stalz: Veit það ekki byst við gamersmind þvi ég þekki allt hitt vel þar að segja það kemur manni ekkert á óvart

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

stalz: gamersmind þvi eg þekki ekki vel til þeirra.

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

stalz: fannar faither ef hann mætir eða steini muggz.

Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

stalz: uhm ahaha segji bara jawr :D:*

Eitthvað að lokum ?

stalz: Nei takk fyrir mig og #clan-nVa

——————————————————-

#sharpwires del

Sæll del. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

del: Sæll, ég heiti Björgólfur Jóhannesson er 23 ára og er að læra húsasmíði í vma á akureyri.

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

del: Það eru ég , nequit , rambo , faither og swinx.

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

del: Nei ég býst nú ekki við því erum allir fátækir námsmenn og svo bjóða aðstæður hérna á landinu ekki mikið uppá það í augnablikinu.

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

del: celph og seven eru nú líklegust en ég vona að hin liðin nái að stríða þeim eitthvað.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

del: Klárlega sharpwires :D

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

del: rws þar sem þeir hafa held ég ekki verið að spila neitt undanfarið.

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

del: rambo á eftir að rústa með wappanum þarna en það er nú spurning hvort það eigi eftir að koma eitthvað á óvart :D.

Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

del: Vargur

Eitthvað að lokum ?

del: Já óska öllum liðunum góðs gengis.

——————————————————-

#celphtitled fearless

Sæll fearless. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

fearless: Hjalti Freyr Magnússon 19 ára gamall er nemi við flensborg í hfj.

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

fearless: Ég , kaztro , detinate , elf , lithium entex komst því miður ekki þannig við ákvaðum að fá hinn efnilega lithium.

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

fearless: Okkur hefur allltaf langað að fara út að spila en það krefst mikinn tíma og metnað og einnig flottan spons en maður veit aldrei kannski muniði sjá celphtitled að mæta á eikka flott erlent mót only time will tell:).

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

fearless: Ég held það sé enginn vafi á því að þetta verður aftur barátta milli celph og seven einsog hefur verið seinustu ár. En það má ekki gleyma rws mönnum::)

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

fearless: Það verður skemmtilegt að sjá gamersmind hvernig þeir ætla að láta ljós sitt skína því þeir hafa verið að spila fínt online.

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

fearless: Æjj, maður veit ekki það eru lið sem eru hætt t.d. nva,nt og maður veit ekki hvort þau bara muni ekki geta neitt eða hvað verður bara gaman að sjá:)

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

fearless: Ég er nu ekki alveg klár á því, en ég mundi fylgjast með lithium;), svo eru fleiri þarna sem eru efnilegir en spurning hvort þeir geta executað á lani:)

Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

fearless: KAZTRO, nei nei:D ég held að það sé ekkkert hægt að spá því fyrirfram maður verður bara að sjá það um helgina:)

Eitthvað að lokum ?

fearless: Ég vill bara óska öllum góðs gengis um helgina og vonandi bara að við fáum skemmtilegt lan;D

——————————————————-


#dlic denisor

Sæll denisor. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

denisor: Daniel Freyr 20 Sjómaður.

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

denisor: chmztry xtreamer kutter sickoNe Muggz.

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

denisor: Það er spurning enn ég efa það sko nema við dettum inná eitthvað slíkt við höfum reyndar verið að spila dáldið mikið erlendis núna síðustu daga þannig maður veit aldrei.

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

denisor: Ég ætla að giska á Seven vs celph/rws myndi ég giska.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

denisor: Gamersmind alveg pottþétt.

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

denisor: Ég þori ekki að segja enn ef ég myndi þurfa að segja myndi það vera nt eða sharp.

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

denisor: kazmir ég ætla að skjóta á það.

Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

denisor: detinate :o

Eitthvað að lokum ?

denisor: Bara ég vona að allir spili fear og ég vona að það eigi einhverjir eftir að koma á óvart á lani ekki eins og alltaf þegar meirhlutinn kúkar á sig á lani og ownar á netinu :)

——————————————————-


#gamersmind raven

Sæll raven. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

raven: Ég heiti Guðlaugur Grétar Þorsteinsson ég er 16 ára gamall og eg er í FS.

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

raven: Það er ekki allveg komið á hreint , en það verður örruglega svona : raven , Ulpubangsi , Edderk , kazmir , plyE/Action

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

raven: Það er mjög ólíklegt

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

raven: Ég ætla að skjóta á celph og seven.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

raven: Ekki viss.

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

raven: Ekki viss :L

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

raven: Ég held að kazmir eigi eftir að koma skemmtilega á óvart.

Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

raven: Dno.

Eitthvað að lokum ?

raven: Takk fyrir viðtalið :) og vonum eftir góðu og skemmtilegu móti ! :D

——————————————————-

#rws rudolf

Sæll rudolf. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

rudolf: Ég heiti Friðrik Már, kallaður Frikki einfaldlega, og er 23 ára og er á fullu í tækniskólanum að læra smiðinn.

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

rudolf: Óðinn(odinz) stebbi(stebbz) viggi(wilson) jói(cryptic) og frikki(rudolf). Það er nánast óbreytt frá HRingnum, nema ég kem inn fyrir instant.

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

rudolf: Það hefur alveg verið rætt en við ætlum ekki að koma með einhverjar yfirlýsingar, það er áhugi fyrir því og ef að því verður þá munum við koma til með að segja hvar og hvenær það verður. Eins og staðan er í dag erum við ekki með neitt sérstak í sigtinu.

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

rudolf: Eins og staðan er í dag eru bara 3 lið af þessum 8 sem koma til með að berjast um sæti í úrslitaleiknum. Þau eru celph og seven og við að mínu mati.

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

rudolf: Ég ætla að fá að vera egó og segja við. Við erum búnir að vera vægast sagt skrautlegir í onlinemótunum sem nú eru í gangi en ég held að sum lið þarna eigi ekki eftir að standa undir væntingum. Fyrir utan það þá held ég að mest sé litið á sharpwires sem spútnik liðið. Þeir gætu komið og skellt í nokkra hausa en gætu líka stinkað eins og dautt svín. verður líka gaman að sjá hvort leifarnar af nova komi til með að gera eitthvað spennandi.

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

rudolf: Gamersmind. Alveg bókað mál. Þótt þeir geti ownað hausa online þá er reynslan sem hin liðin hafa of mikil til að brúa bara með hittninni einni saman. Held að nt sé nú bara á leiðinni á mótið með það að markmiði að hafa gaman svo þeir verða eflaust ekki vonbrigði mótsins. Sharpwires verða annað hvort liðið sem kemur á óvart eða liðið sem veldur vonbrigðum. En auðvita er vænst þess af top3-4 liðunum þarna að þau spili afspyrnuvel svo þau gætu.

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

rudolf: Ég er nú ekki klár á öllum lineup-unum en ég ætla að segja að stebbz komi til með að verða heitari en flestir á mótinu (*vonandi hef ég rétt fyrir mér*) ;)


Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

rudolf: einhver úr GM ef ekki allir.

Eitthvað að lokum ?

rudolf: Gangi öllum liðunum bara vel… en samt ekki of vel ;)

——————————————————-

#seven vargur

Sæll vargur. Má ég biðja þig um að kynna þig í stuttumáli ?

vargur: Sæll Arnar heiti eg oftast kenndur við varg, er 20ára atvinnulaus lærður smiður.

Hvaða line-up ætlið þið að tefla fram á mótinu ?

vargur: Vargur, sPiKe, iNstaNt, deNos, roMim

Nú er lið eins og #clan-cuc að fara erlendis að keppa á móti, stefnið þið á eitthvað slíkt ?

vargur: Já við í seven stefnum á að fara út í april, höfum spáð i morgum mótum og höfum ekki ákveðið neitt en.

Hvaða 2 lið heldur þú að séu líklegust til að komast í úrslitin ?

vargur: seven og celph/nova

Hvaða lið á eftir að koma á óvart ?

vargur: Held að ekkert lið þarna geti komið mér á óvart nema Gamersmind því þeir eru einu nýgræðingarnir.

Hvaða lið á eftir að valda vonbrigðum ?

vargur: wildguess á sharp/rws

Hvaða leikmaður á eftir að koma á óvart ?

vargur: einhver úr Gamermind vonandi, einhver af þessum 5böngsum

Hvaða leikmaður á eftir að valda vonbrigðum ?

vargur: Jawr

Eitthvað að lokum ?

vargur: Seven rokkar ísland og roMim á afmæli á föst gefið honum knús á laninu.

——————————————————-

Ef ég tek smá samantekt yfir öllum viðtölunum þá lítur þetta út svona :

(Tala og stjarna samasem stig)

Líklegastir í úrslitin :
8*seven
6*celph

2*nova
2*rws

Hverjir koma á óvart :
Lið :
4*gamersmind
1*sharpwires
1rws

Leikmenn :
1 1/5*kazmir (vinnur með 1/5 broti af stigi atkvæðinu frá vargi :))
1*rudolf
1*fearless
1*faither
1*muggz
1*rambo
1*lithium
1*stebbzHverjir valda vonbrigðum :
Lið :
2*gamersmind
2*newtactics
2*rws
2*sharpw

1*nva

Leikmenn :
2*jawr
1*dredinn
1*vargur
1*KAZTRO
1*detinate
1*kazmir
1*allir úr GM


Line-up hjá öllum liðunum :

sharpw #sharpwires: del, nequit, rambo, faither, swinx

gamersmind #gamersmind.cs: raven, Ulpubangsi, Edderk, kazmir, plyE/Action

nova #clan-nva: Stalz, JawR, FunKster, dripz, SkaveN

rws #rws: odinz, stebbz, wilson, cryptic, rudolf

celph #celphtitled: fearless, kaztro, detinate, elf, lithium

newtactics #newtactics: Smart_guy, Dredinn, Felix, Lanzo, Goater

dlic #dlic: chmztry, xtreamer, kutter, sickoNe, Muggz

seven #seven: Vargur, sPiKe, iNstaNt, deNos, roMim


Semsagt, lanið verður haldið í Gamla Bókasafninu í Hafnarfyrði, húsið opnar kl.14 mótið sjálft byrjar kl.15 og það kostar 1.500kr.

Mynd af korti hvernig á að komast þangað :
http://img293.imageshack.us/my.php?image=lancf5.jpg

Eða fara inn á ja.is og skoða það betur þar :
http://ja.is/kort/#q=gamla%20b%C3%B3kasafni%C3%B0%20kaffi-%20og%20menningarh%C3%BAs%20ungs%20f%C3%B3lks&x=355801&y=399694&z=10

Komið nú með góða skapið og gangi ykkur öllum vel!

Kær kveðja.

#newtactics ' Felix