Heil og sæl öllsömul.

Ég vildi bara skrifa mína hlið á þessu máli þar sem mér finnst þessi umræða vera komin út í algjöra vitleysu. Þræðir og svör flæða hérna inn hægri vinstri um þetta val og hefur hæfni mín verið dregin í efa ásamt því að ásakanir um spillingu sé nefnd hér út um allt. Þetta er farið að hljóma eins og einhver lélegur Kastljós þáttur…

Í fyrsta lagi þá þarf ég ekki að útskýra neitt varðandi þetta mál, ég var alvarlega að hugsa um að láta þessa umræðu bara deyja þar sem hún var komin nálægt því, hinsvegar langar mig að útskýra þetta frá mínu sjónarhorni og reyna að láta ykkur skilja hversvegna þetta er svona en ekki hinsveginn.

Þegar við leitum af rcon þá skoðum við ýmsa hluti eins og aldur sem er mjög mikilvægt í svona starfi, þú þarft að hafa þroska annars áttu ekki heima í þessum hóp. Þú þarft góða hæfileika til að tjá þig og ekki hafa stuttan þráð. Þeir sem að skrifuðu langar og vel gerðar umsóknir voru frekar á augastað hjá mér en aðrir. Svo er það einn af stærstu hlutunum, hvort aðilinn hafi gert eitthvað í þessu samfélagi. Hefur hann haldið mót, hefur hann verið að hjálpa fólki, er hann kurteis og líkar fólki vel við hann?

Þetta er það sem skiptir máli þegar þú ert rcon, þessir eiginleikar. Ef þú hefur fátt eða ekkert af þessu átt þú ekki að vera að sækja um, það er bara ósköp einfalt.

Þessar Source umsóknir sem ég fékk voru ekki upp á marga fiska, fólk hafði lítið sem ekkert fram að bjóða. Þekking mín á Source samfélaginu er einnig takmörkuð og þessvegna var ákveðið einróma að tala við Danna BMP sem hefur endalausa þekkingu á Source samfélaginu, hann er sanngjarn og er hlutlaus, því var hann fenginn til að velja tvo einstaklinga sem hann treysti til að sinna þessu starfi því traust er það sem þarf.

Ef þú sækir um starf með engann bakgrunn og litla þekkingu þá að sjálfsögðu færðu ekki starfið.

Þetta er sagan á bakvið mína ákvörðun, allir þeir sem að sóttu um eiga hrós skilið fyrir að vilja gera eitthvað fyrir samfélagið.

Vonandi skiljiði mína ákvörðun og virðið hana.

Kveðja,
Andri
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius