Hin greinin var orðin og löng til að vera hafa fyrir því að svara þar.

Mér finnst alveg ótrúlegt hvað þið getið skitið á íslandssímann þegar þið vitið flestir að svo virðist minnst um málið. Þið eruð örugglega sama fólkið og skeit á skjá einn fyrir að SPYRJA ykkur hvort þið vilduð gefa þeim peninga í staðinn fyrir að TAKA þá bara af ykkur eins og RÚV og auglýsa samt, en það er ekki það sem málið snýst um.

Ég get ekki sagt að íslandssími né landsíminn sé að standa sig afburða vel, flest síma og internetfyrirtæki hérna leggja áherslur á ákveðin atriði sem yfirleitt höfða að sjálfsögðu til fjöldans og þá gleymast margar litlar raddir sem enginn nema örfáir taka eftir.

Að minnsta kosti segji ég bíðum aðeins og sjá hvað kemur útúr málinu áður en við skítum almennt yfir þetta!

Staðreynd: Ekki allar internetmiðlanir eru með ókeypis download.

Vortex.is er ekki með ókeypis download og ég er hjá þeim en finnst peningurinn alveg þess virði því tengingin mín er steinstöðug og ef ég lendi í vandamálum þá fæ ég lausn á málinu strax, ekki eftir 2 daga, þessa þjónustu finnst mér sjálfsagt að borga fyrir.

Simnet.is Ég var líka hjá þeim og það var ódýrara en tengingin var sífellt að hrynja niður og hjálpsemin sem ég fékk var mjög takmörkuð.

Hallo.is hef ég heyrt að sé mjög gott og rukki ekki fyrir innanlandsdownload

Skyrr.is rukkar fyrir innanlandsdownload seinast þegar ég vissi, þó þeir ættu kannski ekki að gera það, finnst þeir ekki með nógu stöðuga tengingu.

Svoleiðis að ég held að það sé hægt endalaust að benda fingrinum á næsta fyrirtæki og finna galla.

Það sem ég heyrði að minnsta kosti um þetta mál væri það að íslandssími væri að reyna knýja fram lærri kostnað á innanlandstraffík eða fella hann alveg niður. Sem ég tel að sé ekkert nema gott , ég veit ekki hversu satt þetta er en ef þetta er svo þá frábært gott flott að einhver skuli vera ráðast á risann.