DoD beta 2.0 preview Gaurarnir hjá Jolt serverunum bresku fengu að prófa betu 2(lucky bitchez ;) og gerði einn þeirra því grein um betuna sem við bíðum (flest)allir eftir. Leikurinn verður mun betri í alla staði og meira professional.

Þetta er vel skrifuð grein sem finna má <a href="http://www.dod.jolt.co.uk/index.php?page=articles.html&article=525“>hér</a>

Útlit:
Leikurinn mun líta mun betur út og er búið að stórlaga ,,HUD-ið”. Nýja hud-ið veldur því að auðveldar verður að fylgjast með framvindu leiksins. Auðvelt er að sjá hvaða flögg hafa verið cöppuð og af hverjum (mjög sniðugur fítus).

Vopn:
Helstu breytingar munu vera þær að mun erfiðara verður að nota sjálfvirkar byssur og sniperinn( sniperinn verður sérstaklega pro). Búið er að breyta recoilinu á öllum byssum sem og ,,lookinu“ og hljóðunum á þeim. Nýr klassi er kominn fyrir bæði liðin: machine gunner sem er með þungar og miklar hríðskotabyssur. Þessar byssur eru ótrúlega ónákvæmar nema viðkomandi sé í próni. Tvífótur er á þessum byssum sem hægt er að setja upp þegar viðkomandi er pronaður eða standandi upp við gluggakistu, sandpoka eða þess háttar ,,statífi”. Staff sergeant hjá Allies er líka breyttur en hann hefur nú val um tvær byssur: Gamla góða thompson eða nýja byssu, M1 Carbine. M1 Carbine er öflugri útgáfa af M1 Garand sem Ally Light Infantry hefur (ég held að þetta sé byssan sem Brooklyn gaurinn í Saving Private Ryan er með). Einnig er komin ein breyting sem mér lýst þrusu vel á :) Allir klassar eru komnir með skóflu. Þetta væri ekki í frásögur færandi nema að því leyti að hægt er að taka upp skófluna og nota sem vopn (<a href="http://www.dod.jolt.co.uk/images/aval-shovel.jpg“>dæmi</a>). Þetta verður vonandi grimmt notað til að refsa sniperum fyrir að passa ekki bakið sitt >)

Hreyfingar:
Búið er að laga allar hreyfingar og setja ,,lás” á skotin í sumum hreyfingum. Fyrir það fyrsta er búið að bæta við hlaupi. Venjuleg hreyfing er skokk, hægt er að hægja á sér með walk skipuninni en nú verður boðið upp á það að hlaupa. Byssunni er þá skellt á bakið og því er ókleyft að skjóta. Einnig er búið að breyta prone skipuninni. Núna tekur það tíma að prona og ekki hægt að skjóta á meðan verið er að standa upp eða leggjast niður. Ekki er heldur hægt að skjóta meðan verið er að skríða.

Teamplay:
Miklar vonir eru bundnar við betu 2 hvað varðar teamplay. Búið er að setja inn ýmsar breytingar eins og t.d. það að nú gefst möppurum sá kostur að gera flögg þannig að tvo menn þurfi til að cappa þau. Það þýðir að tveir þurfa að standa upp við flaggið og bíða í nokkrar sekúndur meðan verið er ,,að skipta um flagg". Þetta gerir það að verkum að samræma verður allar árásir mjög vel í clanmötchum. Hvað þetta þýðir fyrir public er náttúrulega óvíst eins og er. En með því að gera alla klassa erfiðari og gera svona breytingar mun teamplay vonandi batna á serverum (hefur að vísu aldrei verið vandamál á Simnet DoD Public)

Möpp:
Það munu að sjálfsögðu koma ný möpp með uppfærslunni sem og að sum gömlu mappanna eru uppfærð. T.d. er eitt map sem kemur úr smiðju Valve og heitir dod_avalanche og lýtur það virkilega vel út.

Svo virðist sem að allir böggar sem fóru í pirrurnar á fólk séu horfnir og kominn sé nýr leikur sem er mörgum stigum fyrir ofan fyrri betur hvað varðar gæði. Nýja betan ætti að koma út á næstu dögum eða vikum og hvet ég alla til að kíkja á hana (líka ykkur sem gáfust fljótt upp á þessu frábæra modi)

[Necro]bbf3 (DoD)
[-=NeF=-]bbf3 (CS)
Viggi (Real Life)
——————-