Intro.

Í þessu hefti verða nákvæmar upplýsingar hvar og hvernig Lanmótinu verður háttað. Hvar maður getur gist ef maður býr ekki í Reykjavík, hvar sé hægt að fá mat og svo framvegis. Ég mæli með að fólk lesi þetta vel. Reglur mótsins eru svo neðst.

Númer eitt: Hvenær er mótið og hvað kostar á það?

Kísildalur Open er helgina 6-8.júní og kostar litlar 3.500 kr. inn á mótið. Við erum með posa svo við getum tekið við kortum sem og beinhörðum peningum.

Númer tvö: Hvar er eiginlega Egilshöllin?

Egilshöllin er í Grafarvoginum, nánar tiltekið í Fossaleyni 1, 112 Reykjavík.
Kort má finna hér: http://lanmot.is/skraning/lanmot.jpg

Númer þrjú: Hvar er þetta í Egilshöllinni?

Þetta er á annarri hæð á skautasvellinu. Á sumrin er skautasvellið brætt og því er tilvalið að halda lan á þessum stað. Svæðið er 60x30 metrar sem er týpískur ísvöllur og er það nóg pláss fyrir um 250-300 manns. Þegar þú gengur inn um aðaldyr Egilshallarinnar þá gengur þú til hægri að stigagangi og þar er farið upp á aðra hæð.

Númer fjögur: Hvernig er aðstaðan upp í Egilshöll?

Aðstaðan er hreint út sagt frábær og þarf hinn týpíski nörd ekki að hreyfa sig langt til að fá allt sem hann þarfnast. Á fyrstu hæð Egilshallarinnar er sjoppa sem selur allskonar góðgæti og verður hún opin allan sólahringinn. Á neðri hæð hússins er workout salur fyrir þá sem vilja pumpa járni snemma morguns eða taka jógatíma um miðjan dag. Í húsinu er líka gistiheimili fyrir þá sem vilja sofa í þægilegu umhverfi með allan pakkann og það á viðráðanlegu verði. Möguleiki er að við fáum afnot af innifótboltavellinum svo það er klárlega nóg að gera fyrir þá sem nenna ekki að hanga í tölvunni allan daginn.

Númer fimm: Hvað þarf ég að koma með á lanið?

Það sem þú þarft að koma með er að sjálfsögðu tölvan þín og skjárinn. Síðan þarftu að taka allar snúrur eins og rafmagn fyrir tölvuna og skjáinn. Síðan máttu ekki gleyma músinni, lyklaborðinu eða headsettinu. Það allra síðasta sem þú þarft nauðsynlega að muna eftir að taka er fjöltengi og netsnúra. Best er að koma með langa netsnúru ef switchinn skyldi vera staðsettur langt frá þér, 10m löng snúra ætti að vera meira en nóg. Það verða netsnúrur til sölu á staðnum ef fólk hefur áhuga á því. Síðan eru það hlutirnir sem er gott að koma með eins og system disk (windows disk), alla helstu drivera og annan hugbúnað sem þú heldur að þú þurfir.

Númer sex: Hvað þarf ég ekki að koma með á lanið?

Það sem þú þarft ekki að koma með eru borð og stólar. Á þessu móti verður bannað að koma með sína eigin stóla því þeir rispa gólfið. Svo efast ég líka að einhver nenni að koma með borð, en hey ef þú vilt fara fýluferð með heilt borð upp í Egilshöll þá er það fine by me ;).

Númer sjö: Hvenær opnar húsið og hvenær byrjar keppnin?

Húsið mun að öllum líkindum opna uppúr hádegi, um 14:00 og keppnin hefst vonandi um kvöldmatarleytið, kannski um 19:00. Þetta er þó alls ekki staðfest og mun koma staðfest tímasetning þegar nær dregur að mótinu.

Númer átta: Hverjir eru eiginlega með þetta lanmót?

Við erum hópur héðan og þaðan úr leikjaheiminum en þeir sem eru aðal mennirnir eru Egill/eth, Pési/HVK og Svenni/ElgTanadur. Aðrir stjórnendur eru Andri/ZiRiuS, Ivan/Ivan, Ibbi/IbbiLitli, Mosi/Albrecht, Alex/Aprilzor, Svavar/Kjarrval, Danni/BMP og Elvar/Quarth. Síðan eru það að sjálfsögðu starfsmenn Kísildals og fleiri sem koma að þessu á einhvern hátt.


*** INNANHÚSREGLUR ***

1. Umgengni
1.1 Rusl
Halda skal rusli í lágmarki. Það eru ruslatunnur á svæðinu og þær eru ekki til sýnis heldur skalt þú nota þær. Þú berð ábyrgð á svæðinu í kringum þína tölvu og ber þér að halda því hreinu og snyrtilegu. Stjórnandi getur beðið þig um að taka til í kringum þig ef þörf krefur.
1.2 Uppsetning á tölvu
Þú berð ábyrgð á þinni tölvu og ber þér að hafa allar snúrur snyrtilegar og ekki í rugli og flækjum yfir allt borð. Það eru fleiri þarna en þú og skalt þú sýna þá tillitsemi sem þú vilt að aðrir sýni þér.
1.3 Skemmdir
Þú berð ábyrgð á þínum gjörðum og það sem þú skemmir borgar þú fyrir, hvort sem að það eru eigur, stjórnenda, annarra keppanda, húsnæðis eða styrktaraðilanna.
1.4 Reykingar og áfengi og önnur ávanabindandi efni
Áfengi er ekki leyft á mótstað, allt áfengi sem komið er með á mótstað verður gert upptækt. Ölvun er ekki leyfð, mæti keppandi ölvaður á mótstað áskiljum við okkur rétt til þess að vísa keppanda frá mótstað. Reykingar eru ekki leyfðar innandyra. Öll notkun vímuefna er bönnuð á mótstað. Mæti notandi undir áhrifum ávanabindandi efna á mótstað verður umsvifalaust haft samband við lögreglu.

2. Framkoma og almenn hegðun
2.1 Læti
Óþarfa læti eru ekki vel liðin. Þú þarft ekki að berja lyklaborðið þitt, henda músinni til, öskra, eða annað slíkt þó að þú sért að tapa. Sömuleiðis viljum við ekki að þú sért kallandi, hrópandi, öskrandi, eða með óþarfa læti á mótstað. Einnig eru hátalar stranglega bannaðir.
2.2 Kurteisi
Vertu kurteis og komdu fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig, sýndu öðrum þá tillitsemi sem að þú vilt fá frá öðrum og brostu, það kostar ekkert. 
2.3 Ofbeldi
Allt ofbeldi, hvort sem það er líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt, er bannað með öllu á lanmótinu. Í slíkum tilvikum verður umsvifalaust haft samband við lögreglu og lögð verður fram kæra.
2.4 Fordómar
Hvort sem að mótspilari þinn er öðruvísi að húðlit, talar annað tungumál eða er frá öðru landi, ber þér að koma fram við hann sem jafningja. Fordómar og kynþáttahatur er litið alvarlegum augum á af stjórnendum og áskiljum við okkur rétt til að vísa keppenda af mótsstað ef upp kemur vandamál vegna fordóma og eða kynþáttahaturs.

3. Þjófnaður
3.1 Gerandi
Verður þú uppvís af þjófnaði á mótstað hvort sem það er eitt stykki úr sjoppu eða mús frá keppanda eru sömu viðbrögð. Haft verður samband við lögreglu, lögð verður fram kæra og verður þér meinaður aðgangur að framtíðar lanmótum á vegum okkar í framtíðinni.
3.2 Þolandi
Sé stolið frá þér taka aðstandendur mótsins enga ábyrgð á stolnum munum, verður haft samband við lögreglu og kært ef þú óskar eftir því.
3.3 Ábyrgð stjórnanda
Aðstandendur og ábyrgðaraðilar að lanmótinu taka enga ábyrgð á því sem er tekið ófrjálsri hendi á mótstað, Ekki er leyfilegt að ganga út með vélbúnað(turna og skjái) eftir klukkan 23:00 og lýkur því banni kl 11:00 morguninn eftir. Mælt er með því að keppendur taki með sér heim mús, lyklaborð, headphone og annan jaðarbúnað sem keppendur taka með sér á mótstað. Taka skal fram að má ganga út með allan jaðarbúnað allan sólarhringin. Stjórnendur taka ekki að sér að geima jaðarbúnað sem og vélbúnað fyrir notendur á nóttunni.

4. Aðrar reglur
4.1 Lokun fyrir almenning
Milli klukkan 23:00 til 11:00 er lokað fyrir almenning inni á mótstað. Munu stjórnendur sjá til þess að húsið sé með eingöngu skráða keppendur inni á þessum tíma og verður öllum óskráðum almenningi vísað út klukkan 23:00
4.2 IP tölur
Þú færð upp gefna ip tölu þegar að þú borgar þig inn á mótið. Þér ber að nota þá ip tölu og þá ip tölu eingöngu. Sé notandi uppvís um að nota aðra ip tölu hefur það í för með sér afleiðingar.
4.3 Netárásir
Hlynur á þessa reglu til! Kemur inn seinna.
4.4 Skráarskipti
Öll skráarskipti á höfundarréttarvörðu efni er með öllu bannað hvort sem að notað er p2p (peer to peer) eða önnur tækni til.


Við áskiljum okkur rétt til þess að breyta og/eða bæta við þessar reglur fyrirvaralaust og án tilkynningar.

Mundu svo að orð Stjórnanda eru lög, ef upp kemur ágreiningur milli stjórnanda og keppanda er hægt að leita til yfirstjórnanda og eru orð hans lokaorð.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius