Þið sem eruð búnir að segja síðustu árin að Counter-Strike sé að deyja hafið svo rangt fyrir ykkur, vegna þess að ástandið er bara alveg það sama ef ekki betra heldur en fyrir ári. Ég ætla að koma með listann minn og ég get ekki beðið eftir hörðustu gaurar landsins drulli yfir mig.

En allavega þá vil ég taka fram að þetta er augljóslega mín skoðun og það er ykkar að taka hana nærri ykkur eða ekki, væri fínt að fá uppbyggjandi comment frá ykkur eins og ,,Mér finnst að Oasis ættu að vera hærri en GeaRed-Up útaf því að…“ eða ,,Mér finnst að Seven séu ekki bestir vegna þess að…”. Ekki bara ,,DJÖFULL ERTU HEIMSKUR AÐ HAFA OASIS FYRIR NEÐAN GEARED UP OG SEVEN I FYRSTA SÆTI OGEÐSLEGA RAUÐHÆRÐA GERPI".

En jú, hérna kemur það (lineups notuð frá esports.is clanlistanum eða http://www.esports.is/index.php?showtopic=1223 ..)

1. sæti
SeveN


sPiKe
andr1g
denos
romiM
WarDrake
DyNaMo
OG FLEIRI!

Þeir eru einfaldlega nr. 1, allavega í bili

2. sæti
diG


fallen
Lu$harp
HeMan
Vargur
tom
Aaron
Drulli
Rocco$
OG FLEIRI!

Eina liðið sem á einhvern alvöru séns í SeveN eins og er, í sérflokki ásamt SeveN.

3. sæti

Catalyst.Gaming


Entex
Detinate
Fearless
kaztro
Sack

Liðið sem kemst næst þessum sérflokki sem SeveN og diG eru í. Þrátt fyrir tap gegn New Tactics í Netdeildinni í Strike þá tel ég þá ennþá vera ofar en New Tactics einfaldlega vegna árangurs og mannskaps liðsins.

4. sæti
New Tactics


Dredinn
4GoTTeN
Smart_Guy
Rodriguez
alloSs

Þrátt fyrir að hafa misst þrjá menn úr liðinu á síðustu dögum hefur New Tactics tekist að sigrast á því og inactivity sem herjaði á þá. Þeir sönnuðu það með sigri á Catalyst Gaming í Netdeildinni og eru enn taplausir bæði í Netdeildinni og eSports onlinemótinu.

5. sæti
RuGaming


j0ker
zyth
jawR
xrebz
Luffy
dripz

Hafa verið til frekar lengi og hafa ávalt verið meðal bestu liðanna á Íslandi. Þeir eru, alveg eins og New Tactics, ennþá ósigraðir í bæði Netdeildinni og eSports mótinu. Ég tel þá vera í sérflokki ásamt New Tactics, RWS og Catalyst.

6. sæti
RWS


weirdo
nadrium
Rudolf
Stebbz
Odinz
herculez
joiMARR
Vargur
addeh
Wilson
OG FLEIRI!

Hér eru menn innanborðs sem eiga heima í top3 liði á Íslandi. Það sem dregur RWS niður er inactivity, lítill metnaður og of margir meðlimir. Ef þeir myndu spila eitthvað af viti og hreinsa til í röðum sínum þá kæmust þeir eflaust á top5 og hver veit nema að þeir kæmust á top3.

7. sæti
WarMonkeys


azaroth
illusion
GoateR
CoconutZ
ztorm
Trasgress

Töluvert drop frá þessum tveimur gæðaflokkum sem eru fyrir ofan. WarMonkeys mennirnir hafa reynsluna en spurningin er hvort að þeir séu nægilega metnaðarfullir og active. Þeir hafa menn innanborðs á borð við azaroth og Trasgress. Ef þeir spila eitthvað af viti þá gætu þeir komist upp í næsta styrkleikaflokk en til þess að komast þangað þurfa þeir að spila reglulega

8. sæti
Got0wned?


INSTANT
Kirkinn
rhizome
doRoid
reliant
septor
Rnz
zaNe
dave
sickoNe
denisor
OG FLEIRI!

Aðalliðið hjá Got0wned á gríðarlega mikinn séns á því að verða eitt af bestu liðum landsins. Þeir eru vissulega meðal activustu liða landsins enda varla annað hægt með svona viðbjóðslega stóran roster (20 manns a.m.k.). Ég ætla aðeins að nefna helstu active mennina sem eru í Got0wned en ég trúi því að með smá metnaði þá geti þetta lið komið sér enn ofar á þessum lista.

9. sæti
Ha$te


g0ku
andrz
Sleypur
Asylum
slashy
barlz
Zippo
LeMiuX
Coly
OG FLEIRI!

Meðal sterkustu liða Íslands online en þegar kemur að lani eru alltaf einhver vandamál. Einhver tölva bilar, einhver bailar og fer á fyllerí, einhver rauðhærður gaur stígur á netsnúruna o.s.frv. Ef þeir færu að spila mikið saman þá myndu þeir eflaust verða eitt af bestu clönum landsins, sérstaklega ef þeir myndu endurvekja LeMiuX og fá Trasgress aftur. Ég tel ha$te vera í styrkleikaflokk ásamt Got0wned og WarMonkeys.

10. sæti
Cc


geller
rythM <CURTYZ>
Greatness
Ivan
hralli
SILLI
Tazty
chief

Það þarf ekkert að útskýra þetta neitt, bara bestir. Vargur+spike+voicechanger = rythM, geller er bara geller og hralli tók heilt lið úr sambandi á Kísilalds laninu. Svo eru þrír næstum-útlendingar í liðinu, chief.supercpu og greatness.lyftingar. Ekki spurning um að þetta sé top10 lið á Íslandi. Ég tel cc, þó að ég segi sjálfur frá, vera í sama styrkleikaflokk og Ninth, GeaRed-Up og Crc.

11. sæti
Ninth


joiMARR
corian
addeh
diddi
junkie
gsus
infekt
superbee

Oldschool spilarar sem eru orðnir active á ný eftir slakt 2007 ár. Þeir hafa allir sannað sig í fortíðinni og ekkert bendir til þess að þeir eigi ekki eftir að gera það aftur. Vantar bara aðeins meiri alvöru í leik þeirra og þeir munu rjúka upp listann í betra sæti. Eins og er hafa þeir ekki sýnt að þeir séu á leiðinni þangað en með nöfn á borð við superbee og addeh í liðinu getur þeim varla mistekist.

12. sæti
Crc


Bjarkz
demeNte
zedback
Raggi
StefaN
Pallib0ndi

Með mjög sterkt og samhelt lið en eina vandamálið er að þeir eru of inactive. Ef þeir væru meira active þá myndi bæði spilun þeirra batna sem lið og einstaklingar og þeir myndu fara mun hærra á þessum lista. Þeim gekk vel í Deildinni og þeim gengur ekki sem verst í Netdeildinni og það er aldrei að vita hvað gerist næst hjá þeim enda hafa þeir feikigóða spilara eins og Bjarkz og demeNte innanborðs.

13. sæti
GeaRed-Up


Jolli
Cryptic
Franzy
EyeleSs
ofninn-hans-afa
DarkHeart
Klerx
Knifah
RedNeck
JO
herodez
MercurY
J1nx
CitruS

Mikið af stórum nöfnum sem voru góðir einu sinni en aðeins nokkrir þeirra geta eitthvað núna. Ég tel þetta vera eitt mesta burnout clan landsins enda meira en helmingurinn af liðinu inactive. Ef gamlingjarnir myndu spila þetta af alvöru en ekki nota þetta eins og batta lið þá gætu geaRed orðið góðir en þangað til munu þeir ekki vera góðir nema í random leikjum af og til.

14. sæti
Demolition


namano
spencer
xabNeuz
Eggi
GilmouR
Deccan

Einu sinni var þetta eitt af topp liðum Íslands, believe it or not. Núna eru einungis 4 leikmenn í þessum hóp sem ég trúi að eigi heima í Demo og flestir vita hverjir það eru. Ef þeir myndu taka upp að spila mikið á ný með óbreyttu liði kæmu þeir sér kannski á top10 en ekki mikið ofar en 8.-10. sæti. Ég tel Demo vera á svipuðu reiki og extreme Edge og mér þætti gaman að sjá þessi tvö lið keppa á móti hvoru öðru.

15. sæti
Extreme Edge


axiz
xeroz
Krissi <kay>
shiNe
Playme
Lanzo

Einfaldlega ekki nægilega sterkt teamplay eða nægilega sterkur mannskapur eins og er til þess að eE komi sér ofar en 15. sæti. Þar liggja nokkrar ástæður að baki og ég ætla að nefna tvær: Sú fyrri er að Duality meðlimir hafa áður reynt að gera ný lið en það hefur alltaf gengið illa hjá þeim. Sú seinni er að þeir töpuðu fyrir ninth og FMiF í esports onlinemótinu og eru þar með dottnir úr riðli ásamt SharpWires sem hættu í miðri keppni. Væri mjög gaman að sjá þá afsanna þessi orð mín, og ef þeir gera það skal ég lofa að setja þá mikið ofar á listann minn næst.

16. sæti
Hogwarts


ActioN
Staind
hai41
Ulpubangsi
Kattabyssan

Þrátt fyrir að vera talið óþroskaða lið landsins eru þeir á gríðarlegri uppleið í CS heiminum. Þeir rétt töpuðu fyrri RuGaming í eSports onlinemótinu og gerðu jafntefli gegn Cuc, og eru næstum komnir upp úr riðlinum sínum. Í þessu liði eru menn sem hafa verið ásakaðir um hack og config svindl en það hafa engar sannanir eða neitt því um líkt sést á HLTV hjá þeim. Þar er Ulpubangsi eflaust sá umtalaðasti enda á hann gríðarlega sterka leiki af og til þar sem að hann pakkar saman andstæðingunum eins og hann væri í SeveN. Innocent until proven guilty ætla ég nú bara að segja og vona að Hogwarts haldi þessum frammistöðum áfram og minnki móral. Tel þá vera í sama flokki og Oasis.

17. sæti
Oasis


izedi
maNi
Tazty
hralli
tuRner
Playme
luckeR
hamilton
Synd

Inactive og of lélegir til þess að vera ofar ef ég á að vera hreinskilinn. Þeim hefur aldrei gengið vel í neinu móti nema kannski í ClanBase en þar lentu þeir eflaust gegn lélegari liðum Evrópu ef marka má spilamennsku liðanna sem þeir kepptu á móti. Þeir eru með nokkra burnouts innanborðs og nokkra sem kunna að headshota en það er ekki nein liðsheild í þessu liði lengur sérstaklega eftir að leaderinn, tuRner, byrjaði að vera inactive en sögur segja að hann sé kominn með alvöru líf. Enginn í þessu liði sem tekur oasis alvarlega enda langflestir í öðrum clönum og með það tagg fyrir framan nafnið sitt á ircinu.

18. sæti
Caution


adebizi
alloSs
featheR
xEROx
GRETZKY
sergei
mytH
m0zty
knuckles

Þetta lið er með freka hittna og óþekkta menn innanborðs. Þar tel ég knuckles fara fremstan í flokki (í hittninni). Þeir hafa ekki sannað sig en af æfingascrimmum að dæma geta þeir orðið alveg fínasta lið með tímanum og mjakað sér hægt og rólega upp listann ef þeir verða aðeins activari. Tel þá vera svipaða og oasis og Bangbus.

19. sæti
Bangbus


Kimmi
kvob
Peppur
Swinger
Struggler
Mr.FaTT

Þetta tel ég vera eitt mesta burnout clanið sem er uppi núna, enda eru menn í þessu sem voru upp á sitt besta fyrir nokkuð mörgum árum og virðast ekki vera nálægt þeirri getu eins og er. Ég tel sterkasta hlekk þessa liðs vera Swinger, fáir stoppa hann á góðum degi. Ef að þeim tekst að losna við ryðguna þá tel ég þá geta komist mun hærra á þessum lista.

20. sæti
FISH


Eddi
daNish
Eldingin
Fitlmundur
Smiley
sileNce
Mayhem
Og margir fleiri sem ég nenni ekki að nefna!

Set fish hingað því að mér dettur bara ekkert annað lið í hug sem gæti komið í staðinn

Of inactive lið: zoRf, overdoze, SharpWires (hættir í bili), Cuc (hættir í bili)

Þau lið sem eru ekki á listanum sucka annað hvort of mikið í cs eða eru of inactive til þess að vera nefnd. Ef ég er að gleyma einhverju/einhverjum þá bara svekkjandi fyrir hann!

Bless og takk fyrir mig