Hugmyndir
Eftir Sigurð Hauk aka Azaroth :)

Heyrðu já þar sem mér leiðist mikið í minni vinnu ákvað ég að skrifa niður nokkur atriði sem mér finnst um íslensku cs menninguna okkar .
Til að byrja með þá skal ég kynna mig þannig að þið vitið hver er að reyna tjá sig hér á huga.
En já ég heiti Sigurður Haukur Guðnason og er 23 ára Hafnfirðingur sem er með nickið Azaroth ingame.
Ég hef spilað með hinum ýmsum liðum eins og wM ShockWave Adios GOTN og fleirrum og svo hef ég stjórnað og átt nokkur en eina sem var eitthvað varið í er Exile.
Og í gegnum tíðina hefur maður mætt í um 12 skjálfta og svo öll þau lön sem eru búinn að vera haldin frá því að skjálfti var langt niður fyrir utan kannski einhver sem voru úti á landi.
Þannig ég hef verið lengi í þessari súpu sem við köllum víst samfélag en hún er búinn að breytast mikið í gegnum tíðina.
Núna vitið þið hver er að væla þannig þið getið endilega hent á mig persónulegum commentum um hvað ég hef ekki átt mér mikið líf en já ég viðurkenni alveg fúslega að ég hef stundað cs alveg hrikalega mikið enda er ég háður þessum blessaða leik ;)


Hvernig hefur samfélagið breyst? Það er frekar erfitt að svara en allavega prufum. Hér áður fyrr man ég eftir því að flestir sem voru eitthvað hitnir og gátu eitthvað í þessum
leik voru oftast mjög þektir þar sem við vorum náttúrulega með lön 4 sinnum á ári sem allir mættu á.
Þannig til að sanna sig hérna í den þá þurftirðu að mæta á skjálfta annars mundir þú ekki fá respect.
Þannig hittust líka spilarar miklu meira og kyntust betur.
Fólk sem var endalaust með kjaft online var oftast falið á bakvið skjáinn sem þíddi að fólk var ekki með eins mikinn derring og sést í dag. Og svo cfg og hack svindl voru ekki eins vinsæl þar sem á 4 mánaða fresti þurftir þú að formatta og mæta á lan og performa vel.
Einnig voru ekki margir með einhverjar ofur tölvur enda var það vinsælasta spurningin hvort maður næði 100 fps stable ;)
En vegna hversu slappar tölvunar voru þíddi að spilarar sem voru eitthvað góðir voru yfirleitt með geggjaðar tímasetningar og svo góðan leik skilning.
Núna erum við að sjá gaura sem einfaldlega registera 99% af skotum sínum og geta þá einnig verið miklu ágengari spilarar og hugsað lítið um annað en að hitta í höfuð. Og á þessum tíma þá voru líka nokkur sona menningar lið eins og GGRN(gamla) og Evil.
En þessi lið voru kannski ekki með sterkustu spilarana en eins og GGRN heldu uppi síðu sem var frekar meira grín og sona samsæringar hugmyndum sem voru fáránlega fyndnar. Og Evil var með 30 manna roster sem var eiginlega bara Félagsmiðstöð. En já þetta voru aðrir tímar.

Hvernig væri hægt að bæta núverandi samfélag? Úff best væri að fá náttúrulega eitt stórt lan á 6 mánaða fresti. En það er frekar mikið að biðja um.
Einnig þætti mér sniðugt ef að þeir sem hafa verið að halda sona online mót mundi sameinast undir einn hatt og koma þá frekar með sona STÓRA online deild eins og EPS í þýskalandi.
Þar sem að þetta mundi þá vera eiginlega íslenska clan ranking Online.
Til að taka þetta á næsta stig þá þætti mér líka bara gaman að ef allir þeir sem ég mundi telja vera active og ábyrgir aðlar í okkar samfélagi mundu kannski taka það tilgreinar að stofna sona einskonar félag. Menn eins og Dreddinn ZiriuS Chef Jack og fleiri.
Þetta eru allt samt bara tillögur auðvitað mundi þurfa fáránlega mikla vinnu og metnað til að virka sem tildæmis ég mundi ekki nenna ;).
En já eitt af því besta við okkar samfélag er stærðin og þannig gætum við allavega reynt að bæta ástandið með einhverjum aðgerðum til að koma af stað Lani eða einhverskonar félagi.

Heyrðu ég nenni ekki að hafa þetta lengra núna en endilega ræðið þetta og vonandi gæti komið nóu mikill stuðningur til þess að hjólin fari að snúast.

Peace Out Azaroth!