Heyrðu já ég vildi endilega koma mér í þessa skemmtilegu skítkastar stöðu með því að pósta mínum top5 lista endilega commentið eins og þið viljið um hann en þetta er mín skoðun allavega :).

1# Catalyst gaming

Númer eitt mundi ég setja Liðið catalyst gaming en þeir reyndar mættu celph í einum af online mótunum og töpuðu í þreföldum framlengdum leik. En það vantaði lykilmann þeirra hann Arnar Varg. Á þeim forsendum þá tel ég þetta lið eiga meira í fyrsta sætið en celph en þá vil ég líka benda á það að það munar nærri engu. Þessi lið eru bæði á sér stalli sem fáir á íslandi ná að spila á. Reyndar fór Kaztro yfir til Celph manna en ég tel þá eiga að geta náð sér fljót þar sem restin eru þeir sem spilað hafa lengst saman. Hann Finneh mun taka stöðu Kaztro en þeir hafa ekki tjáð sig um hvort það er til framtíðar eða ekki. Það sem ég veit af þeirra spilun er að hann Odinn heldur utanum plönin og Stebbi sér um stöðu aðal wappans. En já þessir strákar eiga örugglega eftir að vera í top baráttu sem lengi sem þeir nenna taka þessu alvarlega.

Styrkleikar

Þeirra mesti kostur er að þessir drengir eru búnir að spila lengi saman og hafa safnað mikið að reynslu í pokann sinn.

Veikleikar

Því miður eins og með mörg lið á þessum klaka þá hafa þeir verið að berjast við smá inactivity en við vonum að þeir taka sig á og reina halda sér í formi þar sem framundan er mögulegt lan á leiðinni.

Aðalspilarar

Stebbz er einn sá besti wappi á landinu í dag og hefur einnig gert ódæðisverk með deagle. Einn af þessum sem getur tekið roundin í sínar hendur.

Vargurinn einn sá besti á klakanum í dag og eins og flestir hafa kynnst er einn af þessum aggresive spilurum sem virðist alltaf vera á réttum stað á réttum tíma.

Leikmenn : Odinn, Steppz, Vargur, Wilson, Finneh




2# Celphtitled

Númer tvö kemur að sjálfsögu strákarnir hans Hjalta Fearless eða Celphtitled. Þeir eru næstum jafnir fyrsta sætinu en vantar smá til að toppa aðal andstæðingana sína í Catalyst. En já þessir drengir eru þreyttur á að lenda í 2sæti og vilja loksins komast á toppinn og fá vonandi tækifæri á því á næsta lani. Þeir hafa yfir mörgum góðum spilurum að tefla og voru að stela Kaztro frá Catalyst eins og kom hér fram, en Addi Stalz ákvað að fara til RuGaming aftur. Það sem ég veit um þeirra spil er að hann Hjalti hefur verið að plana og spila stöðu sem aðal wappi fyrir utan það að halda liðinu uppi þar sem hann er eigandi Celph en það gæti breyst þar sem ég veit að Ívar Kaztro hefur oft planað hér í den sem gæti gefið Hjalta tækifæri til að spila betur sem wappinn í liðinu en það kemur í ljós. Einnig hefur Ólafur Sack verið með honum frá byrjun og spilað stórt hlutverk í þeirra liði. Og þrátt fyrir mikinn gaura gang hjá Celph mönnum þá hafa þeir sýnt að þeir eigi alltaf heima í top baráttuni.

Styrkleikar

Hafa lengi verið í top baráttu og vita hvað þarf til að komast áfram. Og svo Solid leikmannahópur.

Veikleikar

Það sem ég held að hefur sært Celph sem mest eru leikmanna skipting. Og hafa þeir þurft að mynda oftar en einu sinni upp sterka liðsheild.

Aðalspilarar

Entex maðurinn með reynsluna en hann hefur verið lykilmaður held ég öllum þeim liðum sem hann hefur spilað með.

Detinate er einn af betri spilurum landsins í dag og er einn af lykilmönnum celphmanna

Leikmenn : Fearless, Sack, Entex, Detinate, Kaztro, Conker, Elf





3# RuGaming

RuGaming kemur hér í þriðjasæti en það er hann Jóker sem heldur utan um þetta lið. Hann er búinn að koma sér upp mjög sannfarandi leikmanna hóp og virðist bara vera tilbúinn að spila með stóru strákunum um top sæti. Það sem er nítt hjá Ru er að Stalz ákvað að koma aftur heim eftir stutta stund hjá haste og celph sem virtist ekki henta honum. Þessir drengir hafa verið að sækja í sig veðrir en ég gæti vel trúað þeim að í sona óvænt úrslit á móti top liðunum tveim. Það sem ég veit með þeirra spilun er að hann Fannar Jóker hefur verið að plana og reyndar fleiri líka og að Haukur zyth hefur verið þeirra sterkasti wappi. Þannig passið ykkur á þessum guttum.

Styrkleikar

Stór og solid leikmanna hópur þar sem ekki vantar talent og svo sterk plön að mínu mati.

Veikleikar

Kannski of stór leikmannahópur og vantar meiri reynslu á móti top liðum.

Aðalspilarar

Zyth hann er vígur á öll vopn og leynir svolítið á sér en alls ekki vanmeta þennan gutta.

Stalz hann lætur þetta líta auðveldlega gert en hann vinnur mikið fyrir þessum fröggum og á eftir að sanna sig betur á næstunni.

JawR kannski ekki sá þekktasti en ef þú hefur eitthvað spilað vs ru þá eru miklar líkur að þú hafir bölvað þessum strák. Hann á eftir að vera lykilmaður hjá ru í framtíðinni.

Leikmenn : Joker, JawR, xrebzy, Luffy, Zyth, Dripz, Stalz




4# NewTactics

Hér er þar sem ég fæ mestu skítköstin mun ég giska þar sem ég er nú í þessu blessaða liði J en ég er nú töluvert ný komin í raðir Newtact. Allavega hann Dreddi er búinn að vera duglegur að halda þessu crewi saman og hefur gengið misvel að halda þessu active en þetta lifir en og gengur bara þó nokkuð vel hjá honum. Það vantar kannski meira stability en hjólin eru farin að snúast og þurfa nt menn bara að sína hvað í þeim býr. Þetta er frekar reyndur hópur með mönnum eins og Rodriguez 4goTTeN og Dreddinn sem allir hafa verið lengi í þessari baráttu með svo fersk blóð eins og AlloSs. Það sem ég veit um þeirra spil er að Dreddinn heldur utanum plönin og það eru nú nokkrir sem geta pikkað upp awpinn. Þeir eiga eftir að bíta frá sér á næstunni held ég ;).

Styrkleikar

Búnir að vera lengi að spila þennan leik og vita hvað þeir þurfa gera.

Veikleikar

Eins og með mörg lið undanfarið þá hafa þeir verið að berjast við inactivity og miklar mannbreytingar.

Aðalspilarar

4goTTeN virðist aldrei vera í sviðsljósinu en ef þú fylgist vel með að þá er hann oftast sá sem tekur fröggin sem skipta máli og á eiginlega aldrei vonda leiki. Einnig mjög góður með awp.

Dredinn er einn af þessum plönurum sem virðist vera búinn að finna sig líka sem top fragger í liðinu sem mjög sjaldgæft að sjá og ekki vantar leikskilning heldur.


Leikmenn : Dreddinn, Rudolf, 4goTTeN, Smart_guy, AlloSs, Azaroth, Neutron




5# Sharpwires

Þeir hreppa 5ta sæti á listanum mínum þar sem þeir hafa alltaf bitið vel frá sér en þetta eru eins og ég vill kalla nútímalið þar sem uppistaðan er höfðað á aim frekar heldur en á smart spilun og plön :). En vonandi hafa þeir tekið sig á í þeim efnum. Með stórann roster og mikið af ungum skilluðum spilurum. Þeir eiga það alveg inni að geta farið langt á sínum broot tactics og með smá aga og ströttum gæti þeir alveg náð lángt á næsta lani. Það sem ég veit með þeirra spilun er að það eru nokkrir sem calla strött hjá þeim en aðalega hann Dabbi Nequit og svo eru þeir með menn eins og Vigga Rambo sem er sona einn af þeirra aðal awp spilurum.

Styrkleikar

Mikið af raw skillz og efnilegir spilarar og svo pure aim :).

Veikleikar

Hafa ekki verið með mikið agað spil og frekar of stór roster að mínu mati.

Aðalspilarar

Memphis ungur en efnilegur spilari sem vantar ekki aim en á eftir að sanna sig á lani vonandi bráðlega.

Rambo enn einn ungi og efnilegi spilarinn í raðir sharp og á eftir að gera gott í framtíðinni held ég.

Leikmenn : Nequit, Memphis, Faither, Delusion, Rambo, Unnar, Discojay, Mex, Ork the nork, Primate, Bounty, Coyote, Boas, Nory


Newtactics Azaroth ;)