Simnet leitar af rconum í CS 1,6 og Source! Vegna aukins álags á serverunum okkar höfum við ákveðið að opna fyrir umsóknir til að gerast Simnet RCON. Að þessu sinni erum við að leita af fólki bæði í CS 1,6 og Source.

Það sem þú þarft að gera er að senda email á veffangið csrcon@simnet.is og fylla út eftirfarandi:

Nafn:
Nick í CS:
Nick á IRC:
Ertu að sækja um í 1,6 eða Source:
Aldur:
Clan (ef þú ert í þannig):
Afhverju ættum við að ráða þig?:


Þetta er ekki flókið umsóknarform svo vinsamlega vandið stafsetningu og frágang. Reynið nú líka að hafa smá vilja, ekki bara “ég vil vera rcon af því bara” ég hendi þannig umsóknum.

Einnig vil ég benda á að ég tek ekki við umsóknum neinstaðar annarstaðar en á þessu emaili sem er hér fyrir ofan svo ekki vera að msga mig á irc eða senda á mig hugaskilaboð með umsókn, ég hunsa eða eyði slíku.

Þeir sem hafa verið að tala við mig á irc núna undanfarið eða sent inn umsókn síðustu mánuði vinsamlegast sendið hana aftur á emailið hér fyrir ofan með eftirfarandi upplýsingarformi.

Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra.

- Andri
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius