Fyrir nokkrum árum var þetta kallað tímaeyðsla og fólk sem stundaði þetta af mikklum áhuga kallað ruglað fólk, það er enþá fólk sem telur þessa atvinnugrein vera tímasóun og sér engan tilgang í að stunda þetta. Þessi atvinnugrein eða íþrótt einsog margir kalla þetta hefur náð svo miklum vinsældum undanfarið að sumir efasemdamenn eru gáttaðir af áhuga á þessu og vinsældirnar eru ekkert að minnka, og þeir sem stunda þetta af áhuga eru byrjaðir að vinna við þessa nýtilkomna atvinnugrein og tímakaupið er 5 milljónir íslenskar fyrir 4 daga vinnu, ekki slæmt fyrir að sitja á bossanum og horfa á tölvuskjá.
Þessi atvinnugrein sem ég er að tala um er Counter-Strike og í gær 9 desember voru fimm sænskir “tölvunördar” að vinna sér inn 5 milljónir íslenskar fyrir að spila tölvuleik sem er orðinn vinsælasti netspilunar leikur í heimi, atvinnumanna deildir eru sprottnar upp um allan heim og peningaverðlaunin eru ekki af minni kantinum.

Vorið 1999 var gefinn úr fyrsta útgáfa af þessum leik sem var þá bara aukapakki fyrir leikinn Half-Life sem var gífurlega vinsæll meðal netspilara, fyrstu viðtökur þessa aukapakka voru sæmilegar en samt það var einhvað við þennan leik sem greip fólk rosalega að fólk á íslandi var byrjað að spila þetta. Haustið 1999 var útgáfan á þessum leik kominn á það skreið að vinsældir voru byrjaðar að aukast svo um munar, íslensk mót voru byrjuð í þessum leik og verðlaunin ekki mikill. Fólk hélt samt áfram að spila og vinsældirnar jukust dag frá degi.
Leikurinn er spilaður þannig að leikmenn fara inná netþjón sem hýsir leikinn, hann er oftast á fyrirfram ákveðnu svæði sem spilað skal á, leikurinn er spilaður fimm á móti fimm, liðin eru þá búinn að skipa í varnar stöður og sóknar stöður eftir hvoru megin það byrjar, segum að lið A og lið B keppi saman og lið A byrjar að sækja og lið B byrjar þá að verja. Lið A fær 12 lotur sem eru þriggja mínútu langar til þess að yfirbuga lið B í sinni vörn. Svæðinn sem spiluð eru á eru hönnuð til að líkjast raunverulegum stað og vopnin sem notuð eru til að yfir buga anstæðinginn eru eins raunveruleg og gerist í tölvuleikjum. Það svæði sem keppt er á byggjast á að erfitt sé að sækja og sóknar liðið getur unnið með tveimur háttum, annaðhvort ná að eyða út öllu varnarliðinu eða notað sprengju sem sóknarliðið fær og sett hana í gang á annaðhvorn af tveimur stöðum og þegar hún springur þá vinnur sóknarliðið, varnarliðið hefur tæki til að slökkva á sprengjunni en það tekur frá 5 og uppí 10 sekúntur og sprengjan springur eftir 35 sekúntur frá því að hún hefur verið sett niður.
Í fyrstu lotunni þá byrja allir með skambyssur og 800 dollara í pening, ef þú nærð að útrýma andstæðing þá færðu 300 dollara og ef þú tapar lotunni þá færðu 1400 dollara en ef þú vinnur þá færðu 2500 dollara, fyrir þessa peninga þá geturu verslað þér í leiknum vopn en þau eru mismunandi dýr eftir hve góð þau eru, þú getur líka verslað þér vesti og hjálm til að verja þig betur og svo auðvitað auka skot, ef þú deyrð í leiknum þá byrjaru næstu lotu með fyrstu skambyssuna og annað hvort 1100 dollara ef liðið þitt tapaði eða 3000 dollara ef liðið þitt vann. Þannig að liðsvinna er rosalega mikilvæg og að liðin vinni sem heild til að ná sigri er mikilvægt.
Þegar 12 lotum er lokið með stöðunni t.d. 5 fyrir A (sóknar lið) og 7 fyrir B (varnar lið) þá er skipt um stöður og lið A fer í vörn og lið B fer í sókn og 12 lotur eru leiknar aftur. Segjum að lið B nái aðeins 4 lotum í sókn en lið A nær 8 í vörn þá vinnur lið A 13 – 11, svona er þessi sívinsæli leikur spilaður.
Íslendingar eru mjög framarlega í þessari íþrótt og tökum sem dæmi þá var íslensku liði spáð 13 sæti á þessu móti sem var haldið 5 til 9 desember og 13 sæti er verðlauna sæti, en þeir fóru ekki vegna skorts á fjármunum því að þetta mót var haldið í Texas í Bandaríkjunum og það kostar sitt að fara þangað, persónulega held ég að íslenska liðið hefði komist hærra heldur en 13 sæti.

kk Sinai