Núna á sunnudagskvöld voru Ninjas in Pyjamas frá Svíþjóð að vinna X3 frá Bandaríkjunum í gríðarlega spennandi úrslitaleik á CPL World Championship í Dallas, USA. NiP voru seed-aðir nr. 1 og X3 nr. 2 fyrir mótið og mættust liðin fyrst í úrslitaleik í winners bracket á de_train, en þar unnu NiP 13-6. X3 fóru því í losers bracket þar sem þeir unnu mTw.gol frá Svíþjóð 16-14 í framlengingu á de_train.
Þetta þýddi það að X3 þurftu að vinna NiP tvisvar á de_nuke ef þeir ætluðu sér að vinna mótið. Fyrri leikurinn var æsispennandi, jafnt 12-12 eftir eðlilegan leiktíma, en X3 tóku þetta í framlengingunni, 16-12. Þá var komið að raunverulegum úrslitaleiknum. NiP byrjuðu í vörn, aftur á de_nuke og eftir fyrri hálfleik var staðan jöfn, 6-6. Í seinni hálfleik byrjuðu X3 betur og komust í 4-2 forustu, en NiP drógu á þá og þegar aðeins 1 round var eftir var staðan 6-5 NiP í vil. X3 virtust ætla að vinna það round, en síðasti maður NiP tók síðustu 2 hjá X3 og tryggði Svíunum því sigurinn og 50.000 dollara í verðlaun. X3 fengu hins vegar “aðeins” 25.000 dollara fyrir annað sætið.
Á hinu stóra CS mótinu um þessa helgi, World Cyper Games í Kóreu, unnu Legends never Die frá Kanada Mortal Teamwork frá Þýskalandi, tvo leiki í röð 13-11 á de_aztec og 14-10 á de_dust2, eftir að mTw höfðu sent LnD niður í losers bracket í winners bracket úrslitaleiknum með 18-6 sigri. LnD höfðu 40.000 dollara uppúr Kóreuferðinni sinni, en mTw fóru heim með 20.000 dollara.

En það er víst óhætt að segja að það hafi verið alþjóðleg Counter-Strike veisla um þessa helgi.

[.Hate.]Memnoch