Mér langar soldið til að benda fólki á eitt..

Svindl eru MJÖG óalgeng á íslenskum serverum.

Svo virðist sem margir spilarar haldi hreinlega að annar hver maður sé að svindla á serverunum. T.d. kemur ekki fyrir nema svona 2-4 sinnum á mánuði að ég rekkst á raunverulegan svindlara á íslenskum serverum, og þá eru um 90% líkindi að sá aðili sé með yfir 100ms ping aka spilari frá útlöndum.

Þannig að ég bið fólk að slappa aðeins af og ekki saka hvern einn og einasta mann sem gerir eitthvað flott (t.d. skjóta mann í hausinn í gegnum tréhurð með awp) SVINDLARA.

Ég fór á 1 public server í Finnlandi og byrjaði að spila. Ég varð strax steinhissa á hvað stór hluti af spilurum voru gífurlega góðir spilarar. En svo komst ég að því að meira en 50% spilarana var að nota aimbot og ekkert að fela það. Greynilegt að hlutirnir þar hafa þróast útí það að stór hluti landsmanna þar noti svindl og þykir það greinilega bara eðlilegur hlutur. Ef fólk vill ekki að hlutirnir þróast í þessa átt hér á klakanum mæli ég með að hætta að saka alla um svindl. Það sem þú ert að gera með því er að láta óþroskaða hausa sem eru að spila á servernum halda að allir séu að svindla. 2 hlutir geta komið útfrá því. Óþroskaði hausinn gæti farið að leita sér að svindli til að vera einsog hinir, eða hann fer að saka allt og alla um svindl einsog allir hinir eru að gera.

Ég mæli með að fólk prufi að spila í Ástralíu í svona klukkutíma á public. JÁ Ástralíu! (eða Nýja Sjálandi mjög svipað þjóðfélag), þú færð um 300ms ping ef þú finnur góðan server en það er ekki málið heldur teamplayið, morallinn og húmorinn í þessum Áströlum er ÓTRÚLEGUR. Allir eru (vinir) og virkilega tala saman um hvað þeir eru að gera, hvar þeir ætla að planta o.fl. í þeim dúr.

Enn ég veit að lang flestir hafa einhvern tíman svindlað, og ég var einn af þeim, fyrir u.þ.b. 1 ári eða svo.. Sem var um það leiti og ég fékk að prufa leikinn fyrst..

Kv. demaNtu
cucZeus