Hringurinn - http://hringurinn.net

Þann 10-12 ágúst næstkomandi mun Tvíund, félag tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, efna til tölvuleikjamótsins Hringurinn með hjálp frá Kísildal, sem mun útvega okkur leikjaþjóna og annað nauðsynlegt. Hringurinn verður haldinn í aðstöðu nemenda HR í gamla Morgunblaðshúsinu á móti Kringlunni.

Mótinu verður skipt í tvo hluta.

Counter-Strike 1.6 liðakeppni
Keppt verður í fimm manna liðum og verða vegleg verðlaun í boði. Keppnin byrjar með riðlakeppni og þar á eftir double elimination útsláttarkeppni, til að tryggja að allir fái að spila sem mest.

Leikjapartí
Það verður opið öllum að mæta í leikjapartí. Við skráningu verður kosið um vinsælustu leikina og verða keppnir í þeim með verðlaunum í boði. Það verður IRC server á staðnum þar sem verður hægt að skrá sig í lið. Fólki er einnig velkomið að mæta bara til að taka þátt í pickup leikjum, verða sér úti um scrimm í hverju sem er, eða ná í nýjustu Linux ISOana yfir háhraðanetið.

Upplýsingar
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, Kringlan 1
Skráning hefst: 21:00 sunnudaginn 15. júlí
Opið: 14:00 föstudaginn 10. ágúst - 20:00 sunnudaginn 12. ágúst
Keppni hefst: 21:00 föstudaginn 10. ágúst
Fjöldatakmarkanir: Ekki ákveðið, rafvirki hefur verið bókaður til að meta það.
Verð: 2.000 kr

Ef þú ert með spurningar, sendu þá póst á tviund(hjá)ru.is.
Ps. mótið er opið fyrir alla, ekki bara nemendur HR.

http://hringurinn.net
Ofangreindar upplýsingar geta breyst án fyrirvara, en síðan okkar ætti alltaf að vera rétt.
“I refuse to have a battle of wits with an unarmed person”