KISILDALUR.Lan  > haste|aNdrz HÆJ.
Ég ætla koma með mínar hugmyndir um þetta lan og hvernig það gékk.

Föstudagurinn:

Ég vankaði kl. 13:30 því ég hélt að húsið myndi opna 14:00. Ég fer í sturtu og klæði mig og svo hringir valdi Zippo í mig og segir að hann sé á leiðnni heim til sín og sækja tölvuna sína og ætlar svo að picka mig upp. Þegar hann er kominn heim til sín hringir hann í mig og segir að húsið opni ekki fyrr en 16:00. Allt í lagi með það og eg fæ bara félaga minn til að faraa í ríkið fyrir mig og svona. Ég sit heima i lappanum og er að biða eftir að komast uppeftir, svo kl.17:00 hringir BringeR í mig og segist vera að koma picka mig upp og við ætlum að kikjá á þetta lanmót, ég segi allt í lagi og hringi i sleypur og eg og BringeR pickum hann upp. Um 18:00 leitið labba ég, BringeR og Sleypur inná mótið og slatta af fólki mætt þarna. Við förum að leita af borðinu okkar og finnum það einhverstaðar þarna inn fyrir miðju. Við setjum allt shittið hans sleypur upp og förum að ganga um þarna stuttu seinna er allt liðið mætt og við farnir að ræða saman um hvaða lið við séum með í riðli en við vissum það ekkert. Við förum að admin borðinu og spurjum, fyrsti sem svaraði sagði 'ég veit það ekki' Svo spurjum við næsta og fáum svarið ; Punani, Jamaica og GD við förum aðeins að lítast um húsið og tökum eftir því að hvorki punani né Jamaica eru mætt. Þannig við förum bara að leika okkur að spila við hvorn annan í bl_counterquake og þá fer tölvan hans ziPPo i fuck ekkert virkar einsog það á að virka og við erum varla að nenna að standa í þessu. Við förum niður í afgreiðsluna og fáum okkur að éta, og erum orðnir dáldið pirraðir á því að þetta stefni í annað Gamers.2tm lan, ég kíki aðeins á rúntinn með zippo sem keyrði á 180-200km/klst alla leið niðrí miðbæ þar sem við hittum B_O_N_E_R og létum hann fá eitthvað kort og svo fórum við uppeftir á lanið aftur og þetta leit mjög svo vel út fyrir að vera annað gamers þannig við höngum þarna til 1-3 um nóttina og förum heim að sofa því okkur var sagt að það yrði byrjað að spila á hádegi á Laugardaginn.



Laugardagurinn:

Við mætum þarna allir í haste Frekar seint eða um 12:30 leitið og ekkert er byrjað að spila. Við erum allir orðnir frekar svartsýnir og farnir að leika okkur i bl_counterquake. Ekkert gerist í einhverja 4klukkutima svo við förum aðeins á rúntinn að chilla eitthvað mætum svo aftur um 7leitið og þá er komið aðeins bjartara lúkk yfir þetta mót, adminar segja að það séu í mestalagi 2klst í að það verði byrjað að spila og það verði byrjað í brackets.
Við sitjum i tölvunni og bíðum eftir að það verði byrjað að seeda og svona og við fórum fengum okkur að borða og tökum eftir því að við fengum Oasis í mappinu de_train
Við sitjumst niður og byrjum leikinn.Við unnum hnífaround og förum í CT Og viti menn VIÐ TÖPUÐUM FIRST ROUND ekki í fyrsta skiptið og ekki í seinasta skiptið sem það hefur gerst. En við náðum okkur fljótt á skrið og unnum fyrri 12-3 eftir að hafa tapað 3fyrstu roundunum. Við byrjum seinni og mér til mikillar ánægju unnum við loksins first round en töpuðum 2roundi. Við kaupum samt i 3roundi og unnum það og þá var leikurinn aftur kominn í okkar hendur. við unnum 16-4 og höldum áfram í Winnersbracket.
Næsta seed var gert og við fengum Celphtitled!! Við vorum orðnir frekar stressaðir eftir að hafa ekkert æft fyrir þetta mót að lenda á móti besta liðinu á staðnum. En Það kom þannig í seedinu líka að GD lenti á móti CuC og sátu þau á sama borði. Þannig það var Re-Seedað og við fengum zoRf í de_dust2. Ég man ekkert hvernig hnífaroundið fór en ég við byrjuðum í terr og við töpuðum first round. Þeir tóku fyrstu 3 roundin og við keyptum í því fjórða og unnum það. Allt í einu frýs músin hjá mér og engin veit hvað er að, ég prófaði 3aðrar mýs og ekkert virkaði. ég restartaði tölvunni og komst inná með mx510 mús sem virkaði (ég er vanur mx300 og ms 3.0) en þegar ég kem inn er staðan 9-3 fyrir þeim enda liðið mitt búið að vera næstum allan fyrri hálfleikinn.
Ég var orðinn nett pirraður og hálfleikurinn endaði 10-5 fyrir zoRf. Seinni byrjaði og við töpuðum first roundinu. þeir tóku fyrstu 3 en svo unnum við einhver 7 i röð. þá tóku þeir 4roundið sitt og staðan orðin 7-4, við tókum næstu 3 og í seinasta roundinu(í stöðunni 10-4 komu þeir B (þar sem ég var í base) og viti menn, músin frýs aftur og þeir unnu roundið, báðir hálfleikar fóru 10-5.
Við fórum í overtimee, ég fékk nýja mús sem einhver góðhjartaður einstaklingur lánaði mér (L)(K), 2x5 og 10K i startmoney, við vinnum overtime frekar solid 6-1 og höldum áfram í Winnersbracket.
Klukkan er orðin 24:00 og sagt að það verði ekki byrjað að spila næstu umferð fyrr en 12:00 á sunnudeginum. Við ákveðum að taka æfingaleik á móti scorpion en það skeði eitthvað við tölvuna hans zippo þannig hun var alltaf að restarta sér. Svo drengurinn slær í hana, og viti minn hún eyðilagðist.

Sunnudagurinn:

Svo skemmtilega vildi til að við í haste sváfum allir yfir okkur.
Vorum að mæta þarna um 12:15 leitið og bara með 4tölvur, Zippo fær einhverja medion tölvu lánaða hjá einhverjum og við byrjum leikinn um 12:30 allveg óundirbunir og óstrattaðir á móti Nova í de_cbbleman nánast ekkert eftir þessum leik nema að við töpuðum báðum first rounds(shocking). Við dettum niður i loosersbracket og eigum strax leik á móti 88 í de_cpl_mill.
Við unnum hnífaround og byrjuðum sem Ct. Við töpuðum first roundinu en unnum fyrri 9-6 og seinni byrjaði og við töpuðum first round staðan var orðin 6-1 og þá dettur netið út, og nokkrum sec eftir rafmagnið hjá okkur.
Okei þeir bjóða 10K i startmoney og við gefum þeim roundið sem þetta fraus í þannig staðan var 7-1 þegar þetta byrjaði aftur, við vinnum staðan er 5-1 fyrir okkur og overall í leiknum 14-14, 88 eru að SPARA og við kaupa.
við erum komnir uppá A og erum með bomb að fara að planta þeir eru 2 í venti og einn í B-lobbyinu. Þá labbar GD nokkur Auddz á rafmagnssnúruna hjá okkur og við dettum allir utaf við verðum strax brjálaðir og heimtum roundið, þá hefði staðan verið 15-14 fyrir okkur og þeir hefðu fengið 10K i startmoney en þeir vildu það ekki og vildu að þetta myndi byrja 14-14 og 10k í startmoney, en okkur fannst það fáránlegt þar sem þeir voru að spara í roundinu þar sem fraus en við kaupa.
Ég bauð þeim að byrja seinni bara allveg uppá nýtt en þeir tóku það ekki í mál. Við förum þá með þetta til admina og það er einn admin sem ákvað bara að taka aðstöðu í málinu og GAF ÞEIM 10k og 14-14, við urðum brjálaðir, ógeðslega pirraðir og reiðir á meðan þeir voru ánægðir og með góðan móral því þeim var gefinn 10k byrjuðum við leikinn í 14-14 og töpuðum báðum roundunum, okkur fannst þetta viðbjóðslega ósanngjarnt og byrjuðum við STRAX að taka saman tölvurnar og fara. ég og Zippo fórum og kvörtuðum í admins en ekkert gekk.
Allir í haste Farnir nema eg og zippo héldum við áfram að tala við admins, þeir tóku ekki sömu ákvörðun og þessi eini admin þarna í miðjum leiknum og voru allir þarna inni sammála um að þetta var mjög ósanngjörn ákvörðun. En allt í lagi með það ég nokkurnvegin buinn að sætta mig við það og allt liðið farið nema ég og zippo ákveð ég að halda áfram að specca mótið og sest fyrir aftan celph og sá þá rústa seven í de_inferno.
Fer síðan fyrir aftan RwS og specca seven vs rws í de_train og sá rws eiga mjög góðan leik en þeir rétt töpuðu í nokkuð ósanngjörnum leik 16-14.
Svo sest ég fyrir aftan celph og specca seven vs celph í de_nuke og völtuðu seven yfir celph þar, greinilegt að þeir voru heitari í þessum leik, næstu leikur var de_dust2 og unnu seven nokkuð solid sigur á celph þar.
Þannig þetta endaði
1.Seven
2.Celph
3.rws

Ég ætla óska seven til hamingju með sigurinn á mótinu og óska celph og rws líka til hamingju með frábæra frammistöðu.

en ég ætla koma aðeins með það sem mér fannst um spilunina á þessu móti.

Maður mótsins: Celph - Elf
Lið mótsins: Seven
Maður sem kom mest á óvart: rws Weirdo
Lið sem kom mest á óvart: rws

En annas vil ég þakka www.kisildalur.is fyrir frábært mót þótt það hafi byrjað dáldið seint og vil ég þakka öllum þarna fyrir mig.

ég mun núna stefna að því að kaupa mér tölvu og æfa einsog brjálæðingur fyrir -Kisildalur.Lan 2, 2007-


Kv. -HASTE # ANDRZ-