Skjálfti 4 | 2001 og framtíðin

Jæja þá er Skjálfti 4 | 2001 búinn og uppi sátu ccp|ð sem sigurvegarar þriðja sinni á þessu ári.

Skjálfti 4 | 2001 fór vel fram í alla staði ef frá er talið ótímabært rafmagnsleysi sem tafði keppnishald í Counter-Strike um 3 tíma á föstudeginum.

Í annað sinn var leitað á vélum keppenda á Skjáltamóti og því miður fundust 4 einstaklingar með leifar af svindlum á vélum sínum. Þeir fengu að yfirgefa mótsstað fyrstir manna. Þakka ber Littleboy fyrir forritun á cheatsweepernum og meðlimum [.Love.], [3Gz] og [.Love.] fyrir að ganga á milli véla og keyra sweeperinn á þeim.

Að venju var keyrt í gegnum riðla og 16 liða double elimination og má segja að eftir törnina daginn áður var þetta rólegt og þægilegt á laugardeginum. Góður tími milli leikja og nægur tími til að skipuleggja, drekka gos og borða pizzur. Sunnudagurinn byrjaði rólega með hátt í klukkutíma seinkun en endaði svo hálftíma eftir að úrslitaleikurinn átti að vera hafinn samkvæmt upphaflegu skipulagi.

Upp hefur komið gagnrýni á viðurlögin sem var beytt gegn þeim sem var vísað út. Það var vitað með mjög löngum fyrirvara hvernig þetta yrði og það er í raun stórfurðulegt að menn skuli kvarta yfir þessu, það getur ekki verið flókið að setja ekki svindl inn? Menn voru sjálfum sér verstir í þessu máli.

Einnig var smá vesen með double elimination kerfið hjá okkur og gætti nokkurs misskilnings með fyrirkomulag þess. Sennilega hefði mátt kynna þær betur fyrir mönnum. Ekki má gleyma frábærri niðurröðun minni í winnersbracket :P, sem betur fer sá ég að mér.

Eftir þetta frábæra mót vaknar sú spurning hvort við getum gert betur. Eigum við að breyta keppnisfyrirkomulaginu ?

Hugmyndin er að fjölga riðlum úr 4 í 8 sem myndi þýða 5 lið í riðli miðað við núverandi fjölda keppenda. Þetta myndi þýða að 32 liða double elim yrði keyrt þannig að áfram færu 4 lið úr riðli upp. Nú þetta þýðir að lið fá minnst 4 leiki úr kepnninni. Eigum við að halda okkur við núverandi kerfi og seeda 4 efstu liðin frá þessu móti beint inn í 16 liða dbl elim á S1|02 sem aftur þýðir að aðeins 3 lið komast úr riðli? Hugsið aðeins um þetta.

Ég vil nota tækifærið og tilkynna að í bígerð er “players council” sem mun geta haft áhrif á reglur og fyrirkomulag mótanna sem og vera með feedback til mín svo hægt sé að gera betur við ykkur og ykkar óskir.
Þetta “council” mun fyrst vera samansett með 1-2 einstaklingum úr nokkrum klönum sem ég vel en mun svo sjálft ákvarða hvaða klön fá aðgang að því.

Lengra verður þetta ekki að sinni, kannski full snubbótt en vinnan kallar )

Kveðja

[.Hate.]zlave*
Símnet Half-Life Counter-Strike Admin
http://www.hugi.is/hl
http://www.simnet.is
cs@simnet.is