Íslenska Mapping Keppnin So Do You Think You Can Map?

Jæja, það er kominn um það bil mánuður núna síðan ég sendi inn grein um mapping keppni hér inn á Huga/hl.

Eins og ég sagði í þeirri grein þá ætti keppninni að ljúka núna en þá ákváðum við stjórnendurnir að gefa ykkur skilafrest til 9. febrúar, mest upp á að fólk gæti klárað að lagfæra og fínpússa borðin og vera með þau tilbúin fyrir þann dag.

Hinsvegar má alveg senda inn borðin sín núna ef það vill og þá er hægt að setja borðið/borðin inn á Sendspace og senda svo mér slóðina á fælinn hingað (hidz9@hotmail.com), en ef það er eitthvað að klikka þá er hægt að adda mér inn á msn og senda mér í gegnum það.

Samkvæmt könnuninni á Half-Life.is þá taka um það bil 14 manns með í keppninni.
Það er auðvitað ekki að marka þá tölu og má búast við minna/meira af fólki í keppninni en það kemur allt í ljós bara.

Ætla að taka afrit af því sem stóð í hinni greinni til að rifja upp fyrir ykkur reglur og allt það sem gildir í keppninni.


—————————–


Eftirfarandi leiki er leyft að gera borð fyrir, ef það er leikur sem er
ekki þarna er hægt að hafa samband við einn af stjórnendum keppninnar og
munu þeir ákveða hvort leikurinn muni komast inn á listann.


HL1 Based:

- Vampire Slayer
- The Speccialists
- Natural Selection
- Pirates Viking Knights

HL2 Based:

- Half-Life 2
- Half-Life 2 Deathmatch
- Pirates Viking Knights 2
- Hidden Source
- Source Forts


—————————–


Dæmt verður fyrir eftirfarandi flokkum:

Gæði,
notagildi,
frumlegaheiti,
og skemmtanargildi borðs.

Ef það skila sér inn nógu mörg borð munu stjórnendur keppninnar ákveða hvaða
5 borð fara í úrslit í hverjum flokki.
Hvert borð getur semsagt unnið meir en ein verðlaun, sem dæmi gæti borð sem
var tilnefnt í flokkinn gæði og notagildi unnið báða flokkana, en það fer
allt eftir úrslitum kjósanda.

Ef það verða bara örfá borð sem skila sér inn í keppnina munu stjórnendur
ákveða hvort þau fara beint í kostningu kjósanda, eða hvort þeir ákveða að
tilnefna þrenn borð fyrir hvern flokk.


—————————–


Reglur:

#1 Hver einstaklingur má skila allt að tvem borðum ef það er hans ósk og
getur það aukið vinningsmöguleika.

#2 Hinsvegar, ef það vilja vera nokkrir einstaklingar að einu borði þá er
það leyfilegt, en aðeins 3 mega vinna að sama borðinu og mega þeir aðeins
skila einu borði inn í keppnina.Ef einstaklingarnir óska þess að skila
fleirum borðum þá er hægt að fara að reglu númer eitt og skila allt að
tvemum borðum á einstakling.

#3 Borðin skulu vera spilanleg fyrir að minnstakosti 10 manns, annars munu
þau falla sjálfkrafa úr leik.

#4 Óleyfilegt er að senda inn borð undir tvem nöfnum, sem dæmi ef Jónas
myndi skila inn tvem borðum sem Magnús og svo tvemum sem Eiríkur.

#5 Óleyfilegt er að nota borð sem eru nú þegar til sem sýnis í Hammer, eða
þá sem eru til inn í leiknum. Hinsvegar er allt í lagi að opna þau borð, og
skoða þau til hjálpar. Auk þess er óleyfilegt að taka borð annarstaðar og
nota þau, þótt þeim sé breytt.

#6 Ef kemst upp um brot af þessum reglum áskila stjórnendur sér rétti á að
dæma þann/þá aðila úr leik.

#7 Stjórnendur áskila sér allann rétt á því að dæma borð úr keppnun ef þeir
telja þess þurfa. Auk þess áskila stjórnendur sér rétt á því að breyta
reglum án fyrirvara ef þeir telja þess þurfa.


—————————–


Dómarar:

* Gullmoli
* Skyzo
* Desidius
* Chef-Jack


—————————–


Að lokum langar okkur að óska ykkur góðs gengis.

Vona að við sjáum ykkur á #mod.is og #half-life.is á ircinu þar sem það er hægt að ná í okkur þar.

Fínt að taka það fram að www.mod.is er farið niður svo við höfum ekki spjallborðið þar lengur.
Hinsvegar munum við væntanlega hafa smá horn á Half-Life.is þar sem við verðum með niðurhal á borðunum og smá upplýsingar um þau ásamt hver gerði þau.

Og svo má ekki gleyma því að það verður tekið fram hvaða möpp sigra.

Takk fyrir,
Stjórnendur.